Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 79

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 79
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 79 MÁLEFNI NÁTTÚRUMINJASAFNSINS Hin mikla barátta um lausn á húsnæðisvanda Náttúru- minjasafnsins hefur ávallt verið viðamesta málefni HÍN. Þrátt fyrir að árið 2020 hafi verið erfitt í ljósi heims- faraldurs af völdum kórónuveirunnar má segja að árið hafi verið eitt það besta í sögu Náttúruminjasafnsins, að minnsta kosti hvað varðar lausn á framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi þess. Af þessu tilefni gripu stjórnarmenn HÍN til pennans og rituðu grein sem birtist í Fréttablaðinu 3. nóvember og bar heitið „Glæsilegt náttúruhús á Nesinu“. Þar segir meðal annars: Stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags fagnar löngu tíma- bærum áformum um uppbyggingu Náttúruminjasafns Íslands á Seltjarnarnesi. Áformin voru kynnt í greinar- gerð starfshóps á vegum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og má finna í fjárlagafrumvarpi næsta árs, með 300 m.kr. framlagi til undirbúningsvinnu á verkefninu … Náttúruminjasafn Íslands er skilgetið afkvæmi Hins íslenska náttúrufræðifélags, eins elsta starfandi félags landsins. Í stofnlögum þess frá 1889 segir: „Aðaltilgangur félagsins er sá, að koma upp sem fullkomn- ustu náttúrugripasafni á Íslandi, sem sé eign landsins og geymt í Reykjavík.“ … Ráðgert er að ljúka við lagfæringar á húsnæðinu á næstu tveimur árum og gera það sam- tímis tilbúið undir starfsemi og sýningarhald Náttúru- minjasafnsins. Staðsetning Náttúruhúss á Seltjarnarnesi er einkar hentug: í faðmi náttúrunnar, í miklu nábýli við sjávarsíðuna og hið margbreytilega lífríki sem þar er að finna, auk þess sem útsýni frá safninu er stórbrotið bæði til suðurs og norðurs … HÍN fagnar að sjálfsögðu þessum mikla áfanga og við þökkum ríkisstjórninni en þá einkum Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, og ekki síður Seltjarnarnesbæ og íbúum þar fyrir að standa með þessum framförum … Hið íslenska náttúrufræðifélag hvetur ráðherra mennta- og menningarmála, ríkisstjórn- ina og Alþingi allt til dáða, enda um brýnt þjóðhagsmál að ræða sem jafnt núlifandi einstaklingar og komandi kynslóðir munu njóta góðs af. Af öllum gögnum máls- ins að að dæma mun þjóðin loks eignast glæsilegt höf- uðsafn í náttúrufræðum. Það væri í anda þess sem stór- huga náttúrufræðingar stefndu að fyrir rúmum 130 árum. Látum þennan draum verða að veruleika í þetta sinn, við eigum það öll skilið. Þótt baráttan kunni að virðast á enda er mikilvægt að sofna ekki á verðinum, enda mikið eftir. Kostnaðurinn við full- búið safn með þeirri starfsemi sem þar fer fram verður lík- lega yfir einn og hálfur milljarður króna, miðað við áætl- anir sem lagðar hafa verið fram og hægt er að finna á vef Náttúruminjasafnsins. Við félagar í HÍN verðum ekki í rónni fyrr en okkur verður boðið til sýningar á Nesinu og hlökkum óskaplega til að sjá safnið tilbúið. Hér eftir sem hingað til styðjum við því áfram við bakið á höfuðsafni Íslendinga í náttúrufræðum og von- umst til að fylgt verði eftir áformum um að tryggja nauðsyn- legt fjármagn til fullbúins Náttúruhúss á Nesinu. Þessu máli þarf að ljúka í eitt skipti fyrir öll. LOKAORÐ Þrátt fyrir heimsfaraldur og samkomubann hefur ekki verið nein ládeyða í félaginu okkar á síðastliðnu starfsári. Við trúum því statt og stöðugt að þörfin sé enn brýn fyrir félags- skap eins og okkar. Eins og fram hefur komið eru málefni Náttúruminjasafnsins í góðum farvegi en brýnt að standa þétt við bakið á því verkefni þar til yfir lýkur, enda aðeins hluti Nes er ysta jörðin á Seltjarnarnesi og skartar fjölbreyttu náttúrufari. Horft til suðvesturs yfir friðlandið Bakkatjörn. Nesstofa til vinstri. Ljósmynd: Vigfús Birgisson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.