Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 80
Náttúrufræðingurinn
80
áætlaðs kostnaðar í hendi. Ákvarðanir stjórnvalda um Nátt-
úruhús á Seltjarnarnesi gefa tilefni til bjartsýni og benda til
að loks fáist farsæl lausn á langtíma ólestri í húsnæðismálum
safnsins.
Útgáfumálin standa á tímamótum, bæði vegna stórafmælis
en einnig vegna breyttra áherslna í notkun og aðgengi að
fræðsluefni. Langflestir leita sér nú fanga á netmiðlum og ef
félagið ætlar að eignast nýja félaga verðum við að vera tilbúin
að birta útgefið efni á þeim vettvangi. Nú þegar er allt efni
aðgengilegt þremur árum eftir útgáfudag á timarit.is en það
þykir mörgum langur tími. Fram hefur komið að árgjöld eru
ekki há miðað við það glæsilega tímarit sem fylgir félagsað-
ild. Hins vegar fer þeim fjölgandi sem ekki vilja fá tímaritið
á pappír og lesa eingöngu rafrænt efni. Að mínu mati þurfum
við að fara milliveg og birta efni bæði rafrænt og á pappír.
Í framtíðinni yrði svo stefnt að því að allt efni verði öllum
aðgengilegt á vefsetri tímaritsins. Þetta kostar fjármagn.
Stjórnin þarf að leita allra leiða til að afla þess fjár, og til að
byrja með yrði afmarkað efni á vefnum. Við erum þess fullviss
að útgáfa félagsins sé þörf og að það sé hagsmunamál allra
landsmanna að hægt verði að halda henni áfram af þeirri fag-
mennsku sem raun ber vitni hingað til, bæði í óbreyttri mynd
og rafrænt.
Kórónuveirufaraldurinn hefur orðið til þess að sífellt fleiri
viðburðir og verkefni hafa verið leyst rafrænt og með fjar-
fundarkerfum. Þetta kemur þó ekki í staðinn fyrir raunveru-
legar samkomur og við bindum vonir við að hægt verði að
halda nokkrar slíkar á komandi starfsári. Við höfum þó fengið
miklar og góðar undirtektir vegna hlaðvarpsins og fáum von-
andi fleiri til að koma að því verkefni, bæði efni og vinnslu.
Það væri synd að hætta því þótt samkomutakmarkanir leggist
af, enda skemmtileg viðbót við verkefni félagsins.
Við í stjórn HÍN gerum okkur grein fyrir ábyrgð okkar við
að halda uppi starfi í anda markmiða félagsins. Við teljum að
með því að taka upp starf faghópa getum við aukið möguleika
almennra félaga á að taka virkan þátt í starfi félagsins, á þeim
vettvangi sem áhugi og sérþekking nýtur sín best. Til okkar
er leitað vegna álits í stórum málum og við getum ekki látið
okkar eftir liggja við að svara slíku kalli.
Ég hvet félaga til að ganga til liðs við okkur í stjórn og
taka að sér verkefni eða viðburði sem væru í anda markmiða
félagsins. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir hver einstak-
lingur máli í frjálsum félagasamtökum eins og HÍN og hvert
og eitt okkar getur lagt sitt af mörkum, öllum til heilla. Þótt
kjörnir fulltrúar sitji í stjórn tímabundið er það félagsheildin
sem er uppistaðan og engin ástæða til annars en að fagna
frumkvæði og hugmyndum frá félögum okkar.
Það er hollt að hafa í huga hversu miklu af sínum tíma, og
jafnvel fjármunum, einstaklingar hafa varið til að byggja upp
grunninn að þessu félagi og halda því starfandi í áranna rás.
Fyrir það ber að þakka og við sem nú stöndum í brúnni getum
ekki verið eftirbátar þeirra sem héldu starfinu gangandi þrátt
fyrir alls konar hremmingar sem hafa dunið á þjóðinni og
heimsbyggðinni allri á þessum langa tíma. Við stöndum for-
verum okkar framar að mörgu leyti því ekki höfðu þeir sömu
tækifæri og við, né aðgang að samfélagsmiðlum eða öðrum
þeim leiðum sem nú hafa skapast til að koma hugsjónum
sínum á framfæri.
Ég horfi bjartsýn til ársins 2021 og hlakka til að vinna
áfram að málefnum félagsins, með góða stjórnarmenn og
ritstjórn mér við hlið. Megi félagið okkar vaxa og dafna og
verða til fyrirmyndar áfram með það markmið „að efla íslensk
náttúruvísindi, glæða áhuga og auka þekkingu manna á öllu
er snertir náttúrufræði,“ eins og segir í lögum Hins íslenska
náttúrufræðifélags.
Ester Rut Unnsteinsdóttir, formaður
Besta leiðin til að hafa samband við stjórnarmenn er að nota vefformin á vef-
setrinu: https://hin.is/hafa-samband/, og fylla í formin eða velja netföng til að senda
skilaboð eftir því hvaða málefni brenna á viðkomandi, Netfang félagsins er hin@hin.is
og stjórnar stjorn@hin.is.
Netföng félagsins
Hið íslenska náttúrufræðifélag hefur aðstöðu og lögheimili hjá Náttúru-
minjasafni Íslands, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Þar er jafnframt afgreiðsla
Náttúrufræðingsins og skrifstofa ritstjóra. Sjá nánar á vefsetri Náttúruminjasafns
Íslands: https://nmsi.is.