Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 86

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 86
Náttúrufræðingurinn 86 mönnum þjóðarinnar og hagsmunaaðilum í sjávarútvegi. Hann naut hins vegar mikillar virðingar og trausts beggja hópa og með vísindalegri sannfæringu, dugnaði og þolinmæði tókst honum oftast að ná í gegn því sem að var stefnt. Sem forstjóri var Jakob mikils metinn af samstarfsmönnum og hann hafði lag á að fá þá til þess að sameinast um brýn verk- efni þar sem sjálfbær nýting auðlinda Íslandsmiða var ávallt í fyrirrúmi. Jakob lét af forstjórastarfinu 1998 og tók þá við Jóhann Sigurjónsson. Jakob settist hins vegar ekki í helgan stein heldur hélt áfram kennslu og ritun vísindagreina. Hér er ekki ætlunin að gera grein fyrir þeim fjölmörgu vísinda- greinum sem hann skrifaði á sínum starfsferli. Af því að síldin var eftirlætisviðfangsefnið vil ég þó nefna sérstaklega að hann ritaði yfirlitsgreinar um hana í samstarfi við norska kollega í Rit Fiskideildar11 og í ICES Marine Science Symposia.12 Þá var hann, eins og fram hefur komið, mikill áhugamaður um að Hafrannsóknastofnunin byggi yfir öflugum skipakosti og rit- aði ásamt undirrituðum í Ægi þrjár greinar um aðdraganda og smíði íslenskra hafrannsóknaskipa.5,13,14 Haustið 1994 var Jakob skipaður prófessor í fiskifræði við Háskóla Íslands og var það fyrsta prófessorsstaða í fræði- greininni hér á landi.15 Staðan var stofnuð til að endurskipu- leggja og efla kennslu og rannsóknir í fiskifræði og skyldum greinum við Líffræðiskor (nú hluti af Líf- og umhverfis- vísindadeild). Fram að þessu höfðu ýmsir starfsmenn Haf- rannsóknastofnunar sinnt kennslu í fiskifræði og skyldum greinum við háskólann í stundakennslu. Ákvörðunin um stofnun prófessorsembættis átti sér langan aðdraganda og var tekin í framhaldi af niðurstöðu ráðgjafarnefndar um stefnu Háskóla Íslands frá 1991 og samþykkt þingsályktunartillögu um stofnun prófessorsembættis í fiskifræði við skólann. Með þessu var vonast til þess að auka mætti samstarf Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnunar. Jakob gegndi embættinu til 2001 en þá tók Guðrún Marteinsdóttir við og byggði á þeim grunni sem Jakob hafði lagt. Jakob hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín í þágu haf- og fiskirannsókna. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1965 og stórriddarakrossi sömu orðu árið 1986. Árið 1977 var hann kjörinn félagi í Vísindafé- lagi Íslendinga. Árið 1995 voru Jakobi veitt heiðursverðlaun svissnesku vísindaakademíunnar fyrir framúrskarandi fram- lag á sviði vísinda til sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda. Af því tilefni var Jakob spurður um þýðingu verðlaunanna fyrir sig og starf sitt. Hann svaraði: „Ég tel verðlaunin fyrst og fremst hafa þýðingu fyrir þann málstað sem við á Hafrann- sóknastofnun höfum barist fyrir í 30 ár. Við höfum verið að reyna að sannfæra fólk um að nýta auðlindir sjávar á sjálf- bæran hátt,“16 og bætti svo við: „Ég vil láta það koma skýrt fram að verðlaun mín eru viðurkenning á störfum fjölmargra annarra. Ég vil þess vegna þakka öllum samstarfsmönnum mínum hérlendis sem erlendis, fyrir stuðning sinn í baráttu minni.“16 Árið 1997 var Jakob heiðraður af Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Kristján Ragnarsson, formaður sam- takanna, sagði þá meðal annars: „Jakob Jakobsson hefur um Jakob í „brúnni“ á Hafrannsóknastofnun 1987. Ljósm. Ólafur S. Ástþórsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.