Þjóðmál - 01.03.2018, Page 15

Þjóðmál - 01.03.2018, Page 15
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 13 Í BBC-fréttinni segir að umskurður sé löglegur alls staðar í Evrópu þótt meira sé rætt um réttmæti hans en áður. Í Svíþjóð og Þýskalandi hafa verið lögfestar reglur um að hverju læknum ber að gæta við aðgerðina. Þá hefur Evrópuráðið mælt með því að þjóðir geri ráðstafanir til að tryggja góða læknisfræði lega aðgæslu og gott hreilæti við aðgerðin a. Árið 2016 féll dómur í Bretlandi um að múslimskur faðir gæti ekki látið umskera syni sína eftir að móðir þeirra hafnaði aðgerðinni. Segja má að þetta séu allt reglur sem stað festi einstaklingsbundinn rétt sé ákveðinna skilyrða gætt. Silja Dögg kvartar ekki aðeins yfir að samtök gyðinga hafi lýst andstöðu sinni heldur segir hún að „hörð andstaða og framganga fólks innan íslensku þjóðkirkjunnar“ hafi komið sér í opna skjöldu „sem og gríðarleg athygli að utan“ (Morgunblaðið 26. febrúar). Viðbrögð Silju Daggar við gagnrýni á frumvarp hennar sýnir að hún hefur ekki hugsað málið til enda. Menachem Margolin, formaður Evrópsku gyðingasamtakanna, hitti Bergdísi Ellerts- dóttur, sendiherra Íslands í Belgíu, í Brussel föstudaginn 23. febrúar. Í frétt um fundinn á vefsíðu gyðingasamtakanna segir Margolin að hann sé ánægður með fundinn, sendi- herrann hafi lýst fyrir honum að ríkisstjórnin stæði ekki að baki frumvarpinu heldur væri um þingmannamál að ræða og óvíst væri um stuðning við það á þingi. Næsta skref sé að ræða beint við íslenska þingmenn. Formaðurinn sagðist hafa lýst undrun yfir því að slíkt frumvarp þætti nauðsynlegt á Íslandi, þar sem í mesta lagi mætti búast við að þrír íslenskir drengir gengju undir slíka aðgerð ár hvert vegna gyðingatrúar. Að frumvarpið væri flutt lyktaði af þeim popúlisma sem því miður birtist nú víða á meginlandi Evrópu. Löggjöf af þessu tagi kynni að verða notuð sem fyrirmynd meðal annarra Evrópuþjóða og leiða til þess að eðlilegt þætti að stimpla alla gyðinga sem „glæpamenn“ fyrir að standa að þessari „mikilvægu, ómissandi og dýrmætu helgiathöfn okkar. Það má ekki og verður ekki látið gerast,“ sagði Margolin. Þessi orð Margolins hljóma kunnuglega í eyrum þeirra sem lásu Bakþanka Óttars Guðmundssonar læknis í Fréttablaðinu 17. febrúar. Hann sagði að yrði frumvarp Silju Daggar að lögum sköpuðu Íslendingar sér „algjöra sérstöðu í heiminum með því að úthýsa endanlega þessum gamla ættbálki frá Júdeu áður en hann gæti mögulega orðið vandamál hérlendis. Skilaboð okkar til umheimsins eru skýr og gamalkunn: Gyðingar geta ekki verið meðlimir í íslensku samfélagi....“ Óttar segir frumvarpið „fljótræðislegt“ og eigi „ekki erindi í sal alþingis“. Vilji þingmenn stíga einhver skref í þessa átt felist „skynsöm varúð í því að ganga ekki lengra en Svíar eða Þjóðverjar“. Silja Dögg og félagar reisa sér hurðarás um öxl með frumvarpi sínu. Alþjóðlegu afleiðing- arnar eru meiri en Silja Dögg vænti, afstaða talsmanna trúarhópa valda henni undrun og loks er frumvarp í þessu búningi óþarft með hliðsjón af gildandi íslenskum lögum. Silja Dögg og félagar reisa sér hurðarás um öxl með frumvarpi sínu. Alþjóðlegu afleiðing arnar eru meiri en Silja Dögg vænti, afstaða talsmanna trúarhópa valda henni undrun og loks er frumvarp í þessu búningi óþarft með hliðsjón af gildandi íslenskum lögum.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.