Þjóðmál - 01.03.2018, Page 16

Þjóðmál - 01.03.2018, Page 16
14 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Já, skattgreiðandi Stjórnmál Meginstefið í bresku þáttunum Já, ráðherra er að embættismenn eru allir af vilja gerðir til að aðstoða ráðherrann og gera honum til hæfis, en þegar á hólminn er komið finna þeir útsmogna leið til að koma í veg fyrir að áform hans verði að veruleika. Heiti þáttanna er þannig kaldhæðni. „Já“ þýðir í raun „nei“. Á vissan hátt eiga skattgreiðendur við svipað vandamál að glíma gagnvart okkur stjórn- málamönnum. Sárasjaldan er hægt að koma til móts við þá. Skattana má aldrei lækka. Í þenslu er það ekki skynsamlegt og í kreppu er það ekki hægt. Stundum er nánast eins og verið sé að beita klækjum, eins og þegar tímabundnir skattar öðlast dularfullt framhaldslíf. Eitt kyndugasta dæmið var Þjóðarbókhlöðuskatturinn, sem lagður var á til að fjármagna byggingu bókhlöðunnar en var svo engu að síður innheimtur í u.þ.b. áratug eftir að hún var tekin í notkun. Hin hliðin á sama peningi er tímabundin útgjöld sem festast síðan í sessi án þess að renna sitt skeið á enda eins og til stóð. Hvort tveggja stuðlar að stöðugri útþenslu báknsins, sem er nógu mikið fyrir. Tímabundnir skattar eiga það til að öðlast dularfullt framhaldslíf. Það sama gildir um um tímabundin útgjöld sem festast í sessi án þess að renna sitt skeið á enda. Hvort tveggja stuðlar að stöðugri útþenslu báknsins, sem er nógu mikið fyrir.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.