Þjóðmál - 01.03.2018, Page 20

Þjóðmál - 01.03.2018, Page 20
18 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Klemman Það er þekkt klemma að þegar stjórnvöld grípa til ráðstafana til að létta undir með ein- stæðum foreldrum kemur strax upp gagnrýni um að verið sé að „refsa fólki fyrir að vera í hjónabandi“. Af svipuðum toga er gagnrýni um að ríkið „refsi fólki fyrir að vinna“ með því að skerða bætur vegna atvinnutekna. Það sem kallað er refsing er hin hliðin á þeirri viðleitni að hjálpa þeim sem höllustum fæti standa og geta ekki unnið. Ég skil vel að kröfur séu uppi um að draga úr skerðingum í hinum ýmsu kerfum. En á sama tíma verður að vera ljóst að það þýðir að minna verður til skiptanna fyrir þá einstaklinga sem standa veikast og þurfa á öryggisnetinu að halda. Sömu krónu er ekki eytt tvisvar. Þá má líka geta þess að skilaboð geta verið misvísandi. Dæmi um það er að ein lands- fundarályktun Sjálfstæðisflokksins árið 2015 sagði að ekki skyldi nota virðisaukaskatts- kerfið til að styðja einstakar atvinnugreinar (sem felur í sér að allar atvinnugreinar skuli bera sama virðisaukaskatt) en önnur ályktun sama landsfundar kvað á um að ekki mætti leggja auknar álögur á ferðaþjónustuna, sem auðveldlega má túlka sem andstöðu við að greinin yrði sett í almennt þrep virðisauka- skatts. Það varð enda raunin og voru þau áform lögð til hliðar í nýjum stjórnarsáttmála. Hér er, enn og aftur, ekki kveðinn upp dómur um réttmæti hverrar kröfu fyrir sig heldur aðeins vakin athygli á því að það er ekki alltaf einfalt að átta sig á því hver hin raunverulega krafa er, því þær eiga það til að stangast á. Stöndum saman um markmiðið Þó að óskir okkar stangist stundum á erum við flest sammála um grundvallaratriðin. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að draga úr skattheimtu og hemja vöxtinn í út gjöldum ríkisins. Risaskref voru tekin nýlega í þeim efnum með afnámi vörugjalda og nánast allra tolla, þökk sé forystu Sjálfstæðis- flokksins. Þetta er vanmetin aðgerð en hún var söguleg og bætti lífskjör til muna, sem og samkeppnishæfni fyrirtækja. Það er ekki laust við að ég finni fyrir því úr mörgum áttum að ætlast sé til þess af mér sem ráðherra að ég freisti þess að auka útgjöld til málaflokka sem undir mig heyra sem allra mest. En Ísland er háskattaríki og við verðum að skapa skilyrði til að draga úr hlutfalli skattheimtu af landsframleiðslu. Við erum sammála um að skapa þarf atvinnu- lífinu samkeppnishæf skilyrði og þar getum við gert enn betur. Við þurfum að vinda ofan af tímabundnum skattahækkunum eins fljótt og auðið er. Og við eigum ekki að ætlast til þess af ríkinu að það viðhaldi tímabundnum átaksverkefnum út í hið óendanlega, þótt ýmsir kunni að verða ósáttir við að þeim sé hætt. Höfundur er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 6 Ísland er háskattaríki og við verðum að skapa skilyrði til að draga úr hlutfalli skattheimtu af landsframleiðslu. Við erum sammála um að skapa þarf atvinnu lífinu samkeppnishæf skilyrði og þar getum við gert enn betur.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.