Þjóðmál - 01.03.2018, Page 26

Þjóðmál - 01.03.2018, Page 26
24 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Í febrúar birtist í fjölmiðlum frétt sem vakti mig til umhugsunar. Í henni kom fram að samkvæmt lögum frá árinu 2010 ríkir bann við lánveitingum með veði í eigin bréfum. Það að tæplega áratugs gömul lagabreyting rati á forsíðu fjölmiðils segir okkur að hinar miklu umbreytingar sem gerðar hafa verið á regluverki fjármálamarkaða frá og með árinu 2009 eru ekki á allra vitorði. Þetta hefur sett mark sitt á umræðu um fjármálaþjónustu þar sem oftar en ekki er verið að ræða veröld sem var en ekki þá stöðu sem hinar umfangsmiklu breytingar hafa leitt af sér. Grundvallarbreytingar hafa verið gerðar á regluverki fjármálamarkaða. Þessum breytingum var hrint í framkvæmd í ljósi þess lærdóms sem dreginn var af fjármála- kreppunni. Beggja vegna Atlantsála hefur verið ráðist í viðamiklar breytingar á reglu- verki fjármálamarkaða, auk þess sem eftir lit með þeim hefur verið stóreflt. Allar þær breytingar miða að því að berja í þá bresti sem komu fram í aðdraganda fjármála- kreppunnar. Frá árinu 2008 hafa verið teknar upp á EES-svæðinu 40 viðamiklar tilskipanir ásamt aragrúa af afleiddum reglum. Við bætast svo ýmsar séríslenskar reglur sem hér hafa verið leiddar í lög. Katrín Júlíusdóttir Í einum smelli felast mikil tækifæri Fjármálastarfsemi Á sama tíma og miklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki fjármálamarkaða eru aðrir undirliggjandi kraftar að móta fjármála markaði með slíku afli að flestir sérfræðingar telja einsýnt að fjármálaþjónusta muni taka algjörum stakkaskiptum. Hvati þessara breytinga er samþætting stafrænnar tækni og fjármálaþjónustu.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.