Þjóðmál - 01.03.2018, Síða 41

Þjóðmál - 01.03.2018, Síða 41
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 39 Nú voru svo sem ekki margir valmöguleikar í boði fyrir forsetakosningarnar 2016. Kom einhvern tímann til greina, hjá þér og sam- starfsmönnum þínum, að styðja við einhver stefnumál Trumps eða voruð þið á móti honum frá upphafi? „Ef við lítum þrjú ár aftur í tímann voru menn almennt bjartsýnir á velgengni Repúblikanaflokksins. Þá voru að stíga fram ríkisstjórar og þingmenn úr báðum deildum sem margir hverjir voru efnilegir og höfðu staðið sig vel í þeim störfum og embættum sem þeir sinntu,“ segir Palmer. „Um 15 manns fóru í forkosningar og einn af þeim er raunveruleikasjónvarpsstjarna og kunni að láta athyglina beinast að sér. Hann var í upphafi brandari en fjölmiðlar hjálpuðu honum að sigra. Við vorum með ríkisstjóra úr mörgum stórum ríkjum, sem gátu lagt stefnumál sín fram með trúverðugum og málefnalegum hætti og vissu um hvað þeir voru að tala. Maður getur verið ósammála einhverju en það var í það minnsta hægt að taka umræðuna um stefnumálin við þá. Þessir aðilar fengu enga, nákvæmlega enga, fjölmiðlaumfjöllun. Á hverjum degi snerust fyrirsagnir fjölmiðla um það hvaða vitleysu Trump hafði látið út úr sér þann daginn; Trump móðgar Mexíkóa, segir að Mexíkóar séu dópsalar og nauðgarar, Trump segir þetta og Trump segir hitt. Á hverjum einasta degi. Þetta hafði það í för með sér að enginn annar gat komið skilaboðum sínum á framfæri. Ég held að framboð hans hafi í byrjun verið frekari markaðssetning á nafni hans, því það er í raun það eina sem skiptir hann máli, og að mínu mati kom það honum á óvart að hann skyldi vinna. Í raun gat enginn séð þetta fyrir. Allt í einu mætti svartur svanur á sviðið.“ Þekkir ekki takmörk sín Palmer segir að með tilkomu Trumps hafi átt sér stað breyting á grundvallaratriðum í bandarískum stjórnmálum. „Stjórnmálin eru að verða ljótari og ill- skeyttari. Þau hafa oft verið gróf en ekki svona,“ segir Palmer. „Það má færa fyrir því rök að verið sé að koma stefnumálum Vladimírs Pútín [forseta Rússlands] í gegn. Það er ekki endilega viljaverk, en Pútín vill að valdhafar í lýðræðis- þjóðfélögum hati hver annan þannig að hægt sé að grafa smátt og smátt undan frjálslyndi og lýðræði. Þá lítur alræði vel út í samanburði við hin ljótu átök sem eiga sér stað í lýðræðisþjóðfélagi.“ Palmer segir einnig að sumir hægrimenn í Bandaríkjunum, þ.e. stuðningsmenn Trumps, séu skyndilega orðnir þjóðernissinnaðir verndunarsinnar. Með öðrum orðum eru þeir skeptískir á alþjóðaviðskipti og styðja við þær viðskiptahindranir sem Trump hefur talað fyrir. „Það eru þó margir sem berjast gegn þessari þróun og gagnrýna Trump og stefnu hans,“ segir Palmer. „Til dæmis má nefna hið hægrisinnaða tímarit National Review. En þá gerist það að þeir sem þar skrifa verða fyrir ógeðfelldum árásum stuðningsmanna Trumps. Myndir af ritstjórunum eru birtar á samfélagsmiðlum þar sem búið að er að „fótósjoppa“ þá í útrýmingarbúðir, myndir af börnum þeirra eru birtar á samfélagsmiðlum og fleira í þeim dúr. Fjölmiðlum er stillt upp sem óvinum almennings, það er orðræða sem er ný vestanhafs og maður hefur bara heyrt í ríkjum þar sem einræði og valdastjórnir eru við völd.“ „Það má færa fyrir því rök að verið sé að koma stefnumálum Vladimírs Pútín [forseta Rússlands] í gegn. Það er ekki endilega viljaverk, en Pútín vill að valdhafar í lýðræðis þjóðfélögum hati hver annan þannig að hægt sé að grafa smátt og smátt undan frjálslyndi og lýðræði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.