Þjóðmál - 01.03.2018, Page 46

Þjóðmál - 01.03.2018, Page 46
44 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Trump kann að verða ávíttur Palmer segir að áhugavert verði að fylgjast með niðurstöðu þingkosninga vestanhafs í haust. Repúblikanar eru nú með meirihluta í báðum deildum þingsins en miðað við kannanir kunna þeir að missa meirihlutann í fulltrúadeildinni. Þau sæti sem kosið er um í öldungadeildinni eru nú þegar í höndum demókrata, þannig að líklega halda repú blikanar meirihluta sínum þar. Þeir eru nú með 51 sæti í öldungadeild en demó kratar með 49 sæti. „Trump er að vinna Repúblikanaflokknum nokkurn skaða, sem er merkilegt því hann hefur engar alvöru tengingar inn í flokkinn og heldur engar skuldbindingar því hann hefur mestalla ævi verið demókrati,“ segir Palmer. „Ef Repúblikanar tapa þingmeirihluta sínum í fulltrúadeildinni finnst mér líklegt að hann verði ávíttur. Við verðum að muna að það er munur á því að ávíta forseta og velta honum úr embætti. Til að velta honum úr embætti þarf 2/3 atkvæða þingmanna í öldungadeild og það verður að teljast mjög ólíklegt að það muni gerast. En ef demókratar ná meiri hluta er mjög líklegt að hann verði ávíttur. Það er algjör gjá á milli Trump og Demókrata- flokksins og það er athyglisvert að þau frumvörp sem hafa farið í gegnum þingið með stuðningi Trumps hafa ekki fengið atkvæði neinna demókrata. Það er mjög óvenjulegt í bandarískum stjórnmálum. Það viðhorf sem nú er ríkjandi er; annaðhvort ertu með mér eða ég tortími þér. Hann er að særa landið og það er enn óljóst hvort hægt verði að græða þau sár.“ Á níunda áratug síðustu aldar og á fyrstu árum tíunda áratugarins starfaði Palmer með Institute for Humane Studies við George Mason University að því að boða frelsi í löndum austan járntjaldsins. Hann ferðast um ríki A-Evrópu og hélt fyrirlestra auk þess sem hann stóð fyrir smygli á bókum, reiðufé, ljósritunarvélum og faxvélum, en allir þessi hlutir nýttust vel við að dreifa boðskapnum um ríki sem voru undir stjórn kommúnista. Hann hefur á síðustu árum háð sams konar baráttu í Mið-Austurlöndum og meðal annars látið opna vefsíður um klassíska frjálshyggju sem aðgengilegar eru á hinum ýmsu tungumálum.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.