Þjóðmál - 01.03.2018, Side 48

Þjóðmál - 01.03.2018, Side 48
46 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Hernaðarleg staða Íslands í sögu og samtíma Albert Jónsson sendiherra lauk nýverið störfum í íslenska stjórnkerfinu. Hann starfaði um árabil í forsætisráðuneytinu sem ráðgjafi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og síðar sem sendiherra, m.a. í Washington og í Moskvu. Samhliða störfum sínum í forsætisráðuneytinu starfaði hann í rúm tuttugu ár sem stundarkennari og síðar aðjúnkt við Háskóla Íslands, þar sem hann kenndi alþjóðastjórnmál og önnur tengd námskeið. Albert hefur nú opnað vefsíðu undir slóðinni albert-jonsson.com þar sem hann áætlar að birta með reglulegum hætti greinar og ritgerðir sínar um á íslensk utanríkis- og öryggismál og alþjóðamál. Með leyfi Alberts er hér endurbirt fyrsta færsla hans á vefsíðunni, en þar er fjallað um stöðu Íslands í þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna á tuttugustu öld og fram í samtímann. Hernaðarumsvif hafa aukist aftur á Norður- Atlantshafi en eru enn lítil miðað við það sem var í kalda stríðinu. Ferðir rússneskra kafbáta í nágrenni Íslands eru fátíðar þótt þeim hafi fjölgað á síðustu árum frá því að hafa verið nánast engar um langa hríð eftir kalda stríðið. Úthafsfloti Rússa er lítill miðað við það sem var á tímum Sovétríkjanna. Komum bandarískra kafbátaleitarflugvéla til Keflavíkurflugvallar hefur farið fjölgandi á undanförnum árum, en ekki er um fasta viðveru þeirra að ræða. Þær koma til landsins að mestu leyti að því að virðist vegna æfinga og þjálfunar fremur en til að leita að eða elta rússneska kafbáta. Öryggis- og varnarmál

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.