Þjóðmál - 01.03.2018, Page 49
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 47
Með lokum kalda stríðsins hurfu lykil-
forsendur sem réðu mikilvægi Íslands í
þjóðar öryggisstefnu Bandaríkjanna á tuttug-
ustu öldinni. Ísland fær ekki sömu stöðu aftur
því Rússland er ekki og verður ekki arftaki
Sovétríkjanna á hernaðarsviðinu. Hætta á
að stórveldi nái ráðandi stöðu á meginlandi
Evrópu, líkt og var í heims styrjöldunum og
kalda stríðinu, er því ekki til staðar.
Hernaðarlegur viðbúnaður Rússa á norður-
slóðum á rætur í almennri hernaðarstefnu
þeirra, einkum í þeim þætti er lýtur að kjarn-
orkuvopnastefnu. Rússneskir eldflaugakaf-
bátar í norðurhöfum, en einkum Barentshafi,
eru hryggjarstykki í kjarnorkuherafla Rússa
og öryggi þeirra er því forgangsverkefni
Norðurflotans rússneska.
Þessi atriði eru meðal þess sem kemur
fram í ritgerð minni Staða Íslands í þjóðar-
öryggisstefnu Bandaríkjanna 1917-2017.
Ritgerðin er birt í heild sinni á vef mínum en
meginniðurstöður hennar eru eftirfarandi:
Staða Íslands í þjóðaröryggisstefnu Banda-
ríkjanna hefur aðallega ráðist af stórum
breytingum á alþjóðakerfinu. Þær hafa
varðað uppbyggingu þess og einkum í því
efni valdajafnvægið á meginlandi Evrópu.
Einnig hefur þróun hernaðartækni haft
mikilvæg áhrif á þessa sögu.
Á tuttugustu öldinni hófu Bandaríkjamenn
þrisvar bein afskipti af öryggismálum í
Evrópu. Fyrsta íhlutunin kom í fyrri heims-
styrjöld á árinu 1917, þegar útlit var fyrir að
Þýskaland sigraði. Slík grundvallarbreyting
á uppbyggingu alþjóðakerfisins og valda-
jafnvægi á meginlandinu var talin mundu
leiða til þess á endanum að vesturhveli jarðar
og öryggi Bandaríkjanna yrði ógnað.
Sama átti við í síðari heimsstyrjöld þegar
fall Frakklands í júní 1940 leiddi til þess að
þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna breyttist
í grundvallaratriðum. Eftir að Frakkland var
úr leik gat Þýskaland ógnað Bretlandi, sótt
enn frekar en orðið var út á Atlantshaf og í
kjölfarið orðið ógn við vesturhvel.
Þótt stjórnmál í Bandaríkjunum kæmu í veg
fyrir beina þátttöku þeirra í stríðinu voru
útgjöld til hermála margfölduð og sett lög
um almenna herkvaðningu. Bandaríkin hófu
og haustið 1940 stórfelldan stuðning við
Breta með því að senda þeim hergögn og
vistir og, örfáum mánuðum síðar, með því að
lána þeim í stað þess að krefjast staðgreiðslu
fyrir vopn og vistir. Bandaríkjamenn byrjuðu
enn fremur að fikra sig inn í átökin á Atlants-
hafi sem leiddi til þess meðal annars að
bandarískar hersveitir voru sendar til Íslands
sumarið 1941.
Eftir síðari heimsstyrjöld voru Sovétríkin
nálægt því að ná ráðandi stöðu í Evrópu.
Þetta leiddi til róttækrar breytingar á
stefnu Bandaríkjanna, sem stofnuðu
Atlantshafsbandalagið, hófu að halda
stóran her á friðartímum og halda úti
miklu liði í bandarískum herstöðvum í
Evrópu. Markmiðið var að halda aftur af
útþenslustefnu Sovétstjórnarinnar og fæla
hana frá því að hefja átök við vesturlönd.
Þegar kalda stríðinu lauk með hruni
kommúnismans og Sovétríkjanna varð aftur
grundvallarbreyting, en nú í þá veru að ekki
stóð lengur ógn af stórveldi á meginlandinu.
Lykilforsendur þjóðaröryggisstefnu
Bandaríkjanna í kalda stríðinu hurfu. Það
leiddi til þess að þau minnkuðu stórlega
herlið sitt og umsvif í Evrópu og gerðu
róttækar breytingar á stærð og starfsemi
Bandaríkjahers að öðru leyti til að laga hann
að gerbreyttum aðstæðum.
Stórstíg þróun í hernaðartækni hafði og
áhrif á þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna
á tuttugustu öld. Í síðari heimsstyrjöld gátu
langdrægar flugvélar sótt sífellt lengra út á
Atlantshafi frá meginlandi Evrópu. Í kalda
stríðinu gátu flugvélar og eldflaugar borið
kjarnavopn frá Sovétríkjunum norðurleiðina
til skotmarka í Norður Ameríku.