Þjóðmál - 01.03.2018, Side 55

Þjóðmál - 01.03.2018, Side 55
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 53 Skattar eru mannanna verk En mat Franklin á dauðanum og sköttum var ekki nákvæmt. Dauðinn er eins fyrir alla, þótt vissulega beri hann að með misjöfnum hætti. Skattar eru hins vegar mannanna verk og taka því mið af því, hafa alltaf gert og munu alltaf gera. Það var þó ekki fyrr en um aldamótin 1800 sem menn fóru að innheimta tekjuskatta á Vesturlöndum, eftir að hafa í margar aldir innheimt eignarskatta, vöruskatta eða aðra tímabundna skatta. Árið 1798 lögðu bresk stjórnvöld skatt á tekjur, sem átti að fjármagna stríð við Napóleon. William Pitt yngri, sem var hvort í senn forsætis- og fjármálaráðherra, hafði áætlað að hinn nýi skattur myndi færa breskum stjórnvöldum um 10 milljónir sterlingspunda en þegar skatturinn var gerður upp árið 1799 kom í ljós að tekjurnar voru aðeins um sex milljónir punda. Hann hafði þó lækkað skatta á vörur á borð við tóbak, áfengi og te, en allt var þetta algengur smyglvarningur. Sökum lægri skatta fóru innflytjendur að gefa upp vörumagn sem færði ríkinu um tvær milljónir punda í auknar tekjur. Af því má draga lærdóm. Tekjuskatturinn var afnuminn árið 1816 og bresk stjórnvöld samþykktu að hann yrði aðeins lagður á aftur ef til stríðsátaka kæmi. Til að sýna viljann í verki voru skattauppgjör síðustu ára brennd á báli. Tekjuskattur var þó lagður aftur á um miðja 19. öld. Þar var um að ræða 3% tekjuskatt á hæstu tekjur. Síðan þá hefur hann tekið margvíslegum breytingum sem ekki verða raktar í smáatriðum hér. Ríkið beitir valdi Handan Atlantshafsins, í Bandaríkjunum, voru menn jafnframt skeptískir á skattheimtu enda mátti upphaflega rekja uppreisnina gegn yfirráðum Breta á svæðinu til skatt- heimtu þeirra síðarnefndu. Bretar höfðu lagt vöruskatt á vinsælar neysluvörur (s.s. áfengi, tóbak, te og sykur) auk þess sem þeir lögðu svokallað stimpilgjald á alla opinbera pappíra og dagblöð. Við stofnun Bandaríkjanna árið 1776 var bannað að innheimta beina skatta (tekjuskatt) skv. stjórnarskrá. Ríkið þurfti því að afla sér tekna með öðrum hætti og hélt því áfram að skattleggja fyrrnefndar vörur. Á árunum 1791-1794 gerði hópur bænda í Pennsylvaníu hins vegar uppreisn, sem síðar var kölluð Viskíuppreisnin, og mótmæltu hárri skattlagningu á viskí með því að hrekja skattheimtumenn á brott og brenna hús þeirra. Bandaríska þingið, sem vildi vernda skattheimtumenn en um leið verja rétt sinn til að innheimta skatt, mætti uppreisnar- mönnunum með hervaldi. Þetta var í fyrsta sinn sem lýðræðisríki beitti valdi sínu gegn eigin borgurum til að innheimta skatt. Það var ekki fyrr en í borgarastyrjöldinni um miðja nítjándu öld (þrælastríðinu) sem tekjuskattur var tekinn upp að hluta til (Revenue Act of 1861) til að fjármagna stríðsrekstur hins opinbera. Þeir sem öfluðu meira en 800 Bandaríkjadala á ári þurftu að greiða 3% tekjuskatt. Þannig var lagður grunnur að tekjuskattskerfinu vestanhafs. Í kjölfarið var sett á fót sérstakt embætti til að innheimta skatta (Internal Revenue Service, IRS) sem starfar enn þann dag í dag. Hið opinbera vinnur alltaf. Skattalækkanir heyra nú til algjörra undantekninga og enginn flokkur berst fyrir hönd skattgreiðenda, ekki einu sinni Sjálfstæðisflokkurinn.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.