Þjóðmál - 01.03.2018, Page 57

Þjóðmál - 01.03.2018, Page 57
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 55 Þó að á það hafi verið minnst hér að framan er rétt að rifja aftur upp að tekjuskattur var, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, eingöngu lagður á tekjuhærri einstaklinga. Í Bandaríkjunum var það upphaflega aðeins 1% launamanna, þeir allra launahæstu. Það hafði þó ekkert með tekjujöfnun að gera, heldur litu stjórnvöld beggja megin Atlants- hafsins þannig á að aðeins tekjuhæstu einstaklingarnir hefðu í raun efni á því að greiða skatt af launum sínum. Höfundi er ekki kunnugt um að nokkur önnur sjónarmið hafi ráðið þar ferðinni. Allt tal um tekjujöfnun og aðrar leiðir til að nýta skatta í aðra þætti en tekjuöflun kom síðar og sýnir að það er engin bremsa á ríkis- valdinu þegar kemur að því að skattleggja almenning og fyrirtæki. Ríkið vinnur alltaf Umræðan um skatta og skattheimtu er allt önnur í dag. Nærtækast er að horfa hingað til lands, til að sjá hvernig stjórnmálamenn ræða um skatta og skattgreiðendur. Nú þykir sjálfsagður hlutur að ræða um skatta sem eitthvað allt annað en tekjuöflun fyrir ríkið til að sinna helstu verkefnum sínum. Skattar eru orðnir að verkfæri til jöfnunar á ýmsum sviðum, menn tala um beitingu skatta til að breyta hegðunarmynstri einstaklinga, skattar eru búnir til í refsingarskyni og þannig mætti áfram telja. Það sorglegasta er að stjórnmálin (þ.e. stjórnmálamennirnir) bera enga virðingu fyrir þegnum landsins hvað þetta varðar. Skattar eru orðnir að einu helsta verkfæri, jafnvel vopni, ríkisins til að berja þegnana til hlýðni við réttlætiskennd stjórnmálanna. Það sama gildir um embættismenn, sem líta á skattgreiðendur sem óþreytandi uppsprettu tekna fyrir ríkisvaldið. Enn verra er tal bæði stjórnmálamanna og embættismanna þegar þeir tala um skatt- greiðendur sem tekjustofna, sem þeir gera iðulega. Það er talað um að fullnýta tekjust- ofnana og ef það er ekki gert er það kallað afsláttur eða undanþága. Umræðan um aukið hlutverk hins opinbera vill einnig leiða til þess að þeir sem taka þátt í henni – og þá helst þeir sem tala fyrir auknum umsvifum hins opinbera – ala oft á lágum hvötum (t.d. öfund) og vilja beita skattkerfinu óspart til að koma stefnu sinni í framkvæmd. Þess mátti sjá dæmi fyrir kosningarnar sl. haust. Í október sl. sagði Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætis- ráðherra, að síðustu tvær ríkisstjórnir hefðu „afsalað“ ríkinu ákveðnum tekjum með því að lækka veiðigjöld og láta auðlegðarskattinn renna sitt skeið (sem reyndar var ákvörðun síðustu vinstristjórnar). Þessi rök duga þó oftast í þeim tilgangi að auka umsvif hins opinbera, stækka eftirlitsiðnaðinn, auka afskipti ríkisins af daglegu lífi okkar, hækka skatta, setja á fót nýjar stofnanir o.s.frv. Niðurstaðan verður sú að hið opinbera vinnur alltaf. Skattalækkanir heyra nú til algjörra undantekninga og enginn flokkur berst fyrir hönd skattgreiðenda, ekki einu sinni Sjálfstæðisflokkurinn. Það mátti svo sem ekki búast við miklu í stjórnarsamstarfi við Vinstri græn, en við yfirlestur hins langa og innihaldssnauða stjórnarsáttmála virðist þó vera að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki fengið neinu framgengt í skattamálum, hafi hann á annað borð reynt. Þó hefur verið boðað að tryggingargjald kunni að lækka, en það verður þá einhver tæknileg úrlausn sem kann að koma til við inngrip ríkisins við gerð kjarasamninga. Þeir skattar sem skipta almenning mestu máli, tekjuskattur og virðisaukaskattur, munu að óbreyttu standa í stað. Þá má nefna að enginn hefur boðað lækkun útsvars eða fasteignagjalda í aðdraganda komandi sveitastjórnarkosninga. Tilfinningin er sú að embættismennirnir í fjármálaráðuneytinu ráði ferðinni þegar kemur að skattamálum. Skattar munu aldrei lækka nema sú aðgerð sé drifin áfram af hugsjón stjórnmálamanna. Það er því þeirra hlutverk að spyrna við fótum og láta til sín taka, ekki síst í skattamálum. Höfundur er ritstjóri Þjóðmála.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.