Þjóðmál - 01.03.2018, Qupperneq 62

Þjóðmál - 01.03.2018, Qupperneq 62
60 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Deilt við dómarann Rétt er að halda því til haga að hvorki héraðs- dómur né Hæstiréttur ógilti skipun dómara við Landsrétt þegar þess var krafist af þeim aðilum sem höfðuðu mál gegn ríkinu fyrir að fá ekki dómarastöðu. Þannig hefur vali dóms- málaráðherra á þeim 15 einstaklingum sem Alþingi samþykkti að skipa dómara ekki verið hnekkt fyrir dómi, enda byggði ráðherrann á málefnalegum ástæðum. Hæstiréttur taldi þó að ráðherra hefði mátt rannsaka málið betur – án þess þó að útskýra nánar í hverju sú viðbótarrannsókn átti að felast. Rannsóknar- regla stjórnsýsluréttarins er matskennd regla, þ.e. ekki er ljóst hvenær mál telst fullrann- sakað. Hæstiréttur kveður í engu á um hvað ráðherra hefði átt að rannsaka betur. Í dómi Hæstaréttar sátu fimm dómarar; einn hæstaréttardómari og fjórir vara dóm- arar (sem eru handvaldir af Hæstarétti). Af þeim fjórum hafði einn aðili setið um árabil í dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti og annar sem varamaður. Þess má geta að engin dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur fjallað um hæfni tveggja þessara varadómara til að sitja og dæma í Hæstarétti. Á hverjum degi er tekist á um lagaleg ágreiningsefni fyrir dómstólum landsins. Til þess eru nú dómstólar. Hæstiréttur snýr reglulega við dómum héraðsdómstólanna og Mannréttinda dómstóll Evrópu hefur dæmt íslenska ríkinu (vegna dóma Hæstaréttar) í óhag. Í þeirri orrahríð sem gengið hefur yfir vegna embættisfærslna Sigríðar Á. Andersen dóms málaráðherra reyta sumir hár sitt yfir því að ráðherrann hafi sagst vera ósammála niðurstöðu Hæstaréttar í málinu. Það má víst ekki. Nú er það hins vegar svo að stjórnmálamenn og aðrir hafa áður lýst sig ósammála niður- stöðu Hæstaréttar. Í byrjun árs 2011 ógilti Hæstiréttur kosningar til stjórnlaga- þings sem farið höfðu fram árið áður. Ástráður Haraldsson var þá formaður lands kjörstjórnar, sem sagði af sér í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar. Viðbrögð þáverandi ríkisstjórnar (vinstristjórnarinnar sem sat 2009-2013) var að skipa þá aðila sem kjörnir hefðu verið ólöglega til stjórnlagaþings í það sem kallað var stjórnlagaráð og setja Ástráð aftur í landskjörstjórn. „Þetta snýst líka um það að mínu viti hvort við séum sammála forsendunum í ákvörðun Hæstaréttar. Við erum það ekki,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, þáverandi þingflokksformaður VG, í samtali við vefmiðilinn Pressuna í mars 2011. Misræmi milli nefnda Undir lok síðasta árs var komið að því að skipa í átta stöður héraðsdómara. Sigríður Á. Andersen lýsti sig vanhæfa til að fara með skipunarvald og því var Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra settur dómsmálaráðherra í málinu. Guðlaugur Þór fékk fljótt að kynnast þeim vinnubrögðum sem dómnefndir um hæfni umsækjenda um dómaraembætti viðhafa. Í Hæstarétti sitja nú átta dómarar. Fimm þeirra luku embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands á árunum 1978-1980, einn árið 1987 og tveir árið 1990. Það verður ekki sagt að lagður hafi verið rauður dregill fyrir þennan eina sem lauk prófi árið 1987.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.