Þjóðmál - 01.03.2018, Page 70

Þjóðmál - 01.03.2018, Page 70
68 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Tæknilega séð mætti sjá fyrir sér tengslanet þar sem ein stjórnstöð samhæfir starf ólíkra skipulagsheilda (e. network administrative organization) en reynslan af því á Íslandi er ekki góð, sbr. stjórnstöð ferðamála. Ég óttast tvíverknað og tímaeyðslu; til að samhæfa þyrfti stjórnstöðin t.d. sífellt að kalla eftir upp lýsingum sem eru þegar til staðar á réttum stöðum, eins og hjá Umhverfisstofnun. Því er einfaldara að sleppa milliliðnum. Plastmengun hafsins er auðvitað ekki bara vanda mál hins opinbera þótt stjórnvöld beri mesta ábyrgð á málefni hafsins. Hafið snertir okkur öll og um leið starfsemi fjölmargra fyrirtækja, miklir hagsmunir eru tengdir hafinu. Því blasir við að samvinna einkageirans og opinbera geirans (e. public-private partner- ship) er skilvirkasta leiðin enda stjórnunarlegt bandalag einkageirans og opinbera geirans og einnig grasrótarsamtaka sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða og veitir tengslanetið t.d. gott utanumhald eigi að nota styrki. Hér mætti til dæmis sjá fyrir sér samstarf um verkefni sem snýr að plastmengun hafsins þar sem aðkomu eiga aðilar eins og Umhverfis stofnun, Matís, HB Grandi og Blái herinn. Slíkt samstarf er jafnan stofnað til að auka umfang og sýnileika samfélagslegra verkefna, til að auka almennan stuðning við þau og til að draga úr skuldsetningu við þau. Það eykur aftur hagkvæmni, hraða og skilvirkni, en þegar menn standa frammi fyrir risastóru umhverfisvandamáli eins og plast- mengun hafsins er mesti kosturinn að geta dreift kostnaði og dregið þannig úr áhættu hvers og eins. Samvinna af þessu tagi er jafnan sett á til að veita þjónustu sem mætir þörfum almenn- ings, s.s. blása til upplýsingaherferðar, vakta og rannsaka ákveðið ferli og til að eiga sameiginlegt skipulagsferli en einnig segir í lýsingu á tengslanetinu að verkefni á sviði samvinnu einkageirans og opinbera geirans geti ýmist verið stór eða smá í sniðum og farið fram hvort sem er á sveitarstjórnarstigi eða á sviði alþjóðastjórnmála. Þetta er sem klæðskerasniðið að plastmengun hafsins þar sem markmið ólíkra aðila er að upplýsa, rannsaka og vakta (Umhverfisstofnun, Hafró og Matís, jafnvel háskólarnir) og eins er þetta úrlausnarefni sem krefst sýnileika í samfélaginu og þess að það hafi almennan stuðning. Í lýsingu á tengslanetinu kemur fram að lík legast sé að ein skipulagsheild leiði sam vinnuna, sem ég hef þegar lagt til að verði gert við myndun tengslanets um plast- mengun hafsins. Þar sem plastmengun hafsins snertir ríki og sveitarfélög, ólíkar stofnanir og ráðuneyti má vel gera ráð fyrir að tengslanet þvert á stjórn- sýslustig (e. intergovernmental relations) eða innan stjórnsýslunnar (e. intragovern mental relations) geti hjálpað til við afmörkuð úrlausnarefni á verksviði hins opinbera. Til dæmis gæti ríkið með tengslaneti þvert á stjórnsýslustig stutt við sveitarfélög eins og Stykkishólm sem vilja vera plastpokalaus og ríkið haft hag af reynslunni af slíku samstarfi í öðrum tengdum verkefnum. Valdaframsal innan og utan stjórn sýslunnar getur aukið skilvirkni. Eins mætti hugsa sér innan stjórnsýslunnar að Hafrannsókna- stofnun og Umhverfisstofnun mynduðu „samsláttarstjórnvald“ um rannsóknir á plastmengun hafsins; hefðu samráð, deildu upplýsingum, fjármagni og forræði. Því er mikilvægt fyrir alla sem hafa hagsmuni af því að draga úr plastmengun í hafi að grípa tækifærið og koma á framfæri lausnum sem stjórnvöldum þykja fýsilegar og eru tæknilega framkvæmanlegar.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.