Þjóðmál - 01.03.2018, Qupperneq 70

Þjóðmál - 01.03.2018, Qupperneq 70
68 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Tæknilega séð mætti sjá fyrir sér tengslanet þar sem ein stjórnstöð samhæfir starf ólíkra skipulagsheilda (e. network administrative organization) en reynslan af því á Íslandi er ekki góð, sbr. stjórnstöð ferðamála. Ég óttast tvíverknað og tímaeyðslu; til að samhæfa þyrfti stjórnstöðin t.d. sífellt að kalla eftir upp lýsingum sem eru þegar til staðar á réttum stöðum, eins og hjá Umhverfisstofnun. Því er einfaldara að sleppa milliliðnum. Plastmengun hafsins er auðvitað ekki bara vanda mál hins opinbera þótt stjórnvöld beri mesta ábyrgð á málefni hafsins. Hafið snertir okkur öll og um leið starfsemi fjölmargra fyrirtækja, miklir hagsmunir eru tengdir hafinu. Því blasir við að samvinna einkageirans og opinbera geirans (e. public-private partner- ship) er skilvirkasta leiðin enda stjórnunarlegt bandalag einkageirans og opinbera geirans og einnig grasrótarsamtaka sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða og veitir tengslanetið t.d. gott utanumhald eigi að nota styrki. Hér mætti til dæmis sjá fyrir sér samstarf um verkefni sem snýr að plastmengun hafsins þar sem aðkomu eiga aðilar eins og Umhverfis stofnun, Matís, HB Grandi og Blái herinn. Slíkt samstarf er jafnan stofnað til að auka umfang og sýnileika samfélagslegra verkefna, til að auka almennan stuðning við þau og til að draga úr skuldsetningu við þau. Það eykur aftur hagkvæmni, hraða og skilvirkni, en þegar menn standa frammi fyrir risastóru umhverfisvandamáli eins og plast- mengun hafsins er mesti kosturinn að geta dreift kostnaði og dregið þannig úr áhættu hvers og eins. Samvinna af þessu tagi er jafnan sett á til að veita þjónustu sem mætir þörfum almenn- ings, s.s. blása til upplýsingaherferðar, vakta og rannsaka ákveðið ferli og til að eiga sameiginlegt skipulagsferli en einnig segir í lýsingu á tengslanetinu að verkefni á sviði samvinnu einkageirans og opinbera geirans geti ýmist verið stór eða smá í sniðum og farið fram hvort sem er á sveitarstjórnarstigi eða á sviði alþjóðastjórnmála. Þetta er sem klæðskerasniðið að plastmengun hafsins þar sem markmið ólíkra aðila er að upplýsa, rannsaka og vakta (Umhverfisstofnun, Hafró og Matís, jafnvel háskólarnir) og eins er þetta úrlausnarefni sem krefst sýnileika í samfélaginu og þess að það hafi almennan stuðning. Í lýsingu á tengslanetinu kemur fram að lík legast sé að ein skipulagsheild leiði sam vinnuna, sem ég hef þegar lagt til að verði gert við myndun tengslanets um plast- mengun hafsins. Þar sem plastmengun hafsins snertir ríki og sveitarfélög, ólíkar stofnanir og ráðuneyti má vel gera ráð fyrir að tengslanet þvert á stjórn- sýslustig (e. intergovernmental relations) eða innan stjórnsýslunnar (e. intragovern mental relations) geti hjálpað til við afmörkuð úrlausnarefni á verksviði hins opinbera. Til dæmis gæti ríkið með tengslaneti þvert á stjórnsýslustig stutt við sveitarfélög eins og Stykkishólm sem vilja vera plastpokalaus og ríkið haft hag af reynslunni af slíku samstarfi í öðrum tengdum verkefnum. Valdaframsal innan og utan stjórn sýslunnar getur aukið skilvirkni. Eins mætti hugsa sér innan stjórnsýslunnar að Hafrannsókna- stofnun og Umhverfisstofnun mynduðu „samsláttarstjórnvald“ um rannsóknir á plastmengun hafsins; hefðu samráð, deildu upplýsingum, fjármagni og forræði. Því er mikilvægt fyrir alla sem hafa hagsmuni af því að draga úr plastmengun í hafi að grípa tækifærið og koma á framfæri lausnum sem stjórnvöldum þykja fýsilegar og eru tæknilega framkvæmanlegar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.