Þjóðmál - 01.03.2018, Síða 71

Þjóðmál - 01.03.2018, Síða 71
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 69 Tækifæri til stefnumótunar er núna Að lokum er rétt að velta fyrir sér stöðunni og tækifærunum fram undan. Samkvæmt dag- skrárkenningum Kingdons er plastmengun í hafi að komast æ oftar á dagskrá stjórnvalda (e. governmental agenda). Vandamálið (e. problem) er nokkuð vel skilgreint og mikið um það fjallað í fjölmiðlum og þannig er vandamálastraumurinn (e. problem stream) virkur. Málið er líka til umfjöllunar á vettvangi stjórnmálanna (e. politics), en vikið er t.d. að plastmengun hafsins í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem leidd er af flokki sem kennir sig við umhverfisvernd. Almenningur er málinu velviljaður enda eru græn málefni í tísku nú til dags. Þetta túlkum við sem virkan stjórnmálastraum (e. political stream) (King- don, 2011). Vandinn er sá að það þarf einfaldlega að gera miklu meira, okkur skortir virkan stefnu mótunarstraum (e. policy stream). Nú er tíminn til að breyta áhyggjum í stefnu- mótandi aðgerðir. Góðu fréttirnar eru þær að málefnið er áfram í tísku, það má greina af virkni á sam- félagsmiðlum og fjölda frétta og um fjallana í fjölmiðlum. Og á meðan svo er þá er stefnu mótunarglugginn (e. policy window) galopinn, en stefnumótunarglugginn er tækifæri málsvara til að þoka málum áfram í meðferð stjórnvalda. Þessi gluggi lokast um leið og athygli og áhugi fjölmiðla og almenn- ings minnkar, þá snúa stjórnmálamenn sér að öðru og það getur liðið mislangur tími þar til glugginn opnast á ný, ef það á annað borð gerist. Því er mikilvægt fyrir alla sem hafa hagsmuni af því að draga úr plastmengun í hafi að grípa tækifærið og koma á framfæri lausnum sem stjórnvöldum þykja fýsilegar og eru tæknilega framkvæmanlegar. Með tilliti til plastmengunar í hafinu í kringum Ísland vantar tilfinnanlega athafnamenn á sviði stefnumótunar (e. policy entrepreneurs) sem eru reiðubúnir að leggja mikið í sölurnar fyrir málstaðinn og semja um stefnumótun í málaflokknum við stjórnvöld. Þetta geta verið fulltrúar eigin hagsmuna, s.s. vegna fyrirtækjareksturs, hugsjónafólk eða fulltrúar stofnana, trúverðugir fulltrúar sem stjórnvöld taka mark á. Við gætum með góðum vilja skilgreint slíkt fólk í íslensku sam- félagi en af ástæðum sem eru mér ókunnar hefur enginn sýnt sig í þungavigtarflokki þegar kemur að því að beita stjórnvöld þrýstingi vegna plastmengunar hafsins (Kingdon, 2011). Enn er pólitíski straumurinn beljandi og stefnumótunarglugginn stendur opinn upp á gátt. Hvellskýrt merki þess kom fram með nýársávarpi Guðna Th. Jóhannessonar, (2018) forseta Íslands, til þjóðarinnar 1. janúar 2018. Forsetinn greindi tækifærin fyrir Ísland hárrétt þegar hann talaði út frá þeirri svörtu spá að um miðja öldina verði meira plast en sjávarfang í höfum heimsins. „Á alþjóðavettvangi ættum við Íslendingar að láta til okkar taka um þessa vá alla. Líklegast er að rödd smáþjóðar heyrist þegar þekking og heilindi búa greinilega að baki“ (Guðni Th. Jóhannesson, 2018). Höfundur er MPA í opinberri stjórnsýslu. Heimildir: Giddens, A. (2009). The politics of climate change. Cam- bridge: Polity Press. Guðfinnur Sigurvinsson. (2018). Plastmengun í hafi – Hvað er til ráða? Sótt af https://skemman.is/handle/1946/29321 Guðni Th. Jóhannesson. (2017). Nýársávarp forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessonar 1. janúar 2018. Sótt af http:// forseti.is/media/3015/2018_01_01_aramotaavarp.pdf Guðrún Erlingsdóttir. (2018, 3. janúar). Fjölgun fjölnota- poka 250% milli ára. mbl.is. Sótt af https://www.mbl.is/ frettir/innlent/2018/01/03/fjolgun_fjolnotapoka_250_ prosent_milli_ara/ Kingdon, J. W. (2011). Agendas, alternatives and public policies. New York: Longman. Koliba, C., Meek, J. W. og Zia, A. (2011). Governance networks in public and administration and public policy. Boca Raton, FL: CRC. Stjórnarráð Íslands. (2017, 30. nóvember). Sáttmáli. Sótt af https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/stefnuyfirlysing/ Þórgnýr Einar Albertsson. (2017, 11. maí). Plast- pokarnir virðast á útleið. Vísir. Sótt af http://www.visir. is/g/2017170519811/plastpokarnir-virdast-a-utleid
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.