Þjóðmál - 01.03.2018, Side 72

Þjóðmál - 01.03.2018, Side 72
70 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 San Remo-ráðstefnan árið 1920 Þegar Ottómanríkið (forveri Tyrklands nú tímans) leystist upp eftir fyrri heims- styrjöldina var yfirráðasvæði þess fyrir botni Miðjarðarhafs skipt á milli sigurþjóðanna Breta og Frakka. Þetta var gert á San Remo-ráðstefnunni árið 1920. Þar fengu Bretar og Frakkar hvorir sitt svæði til yfirstjórnar þar til innfæddir íbúar á svæðunum hefðu getu til að stjórna sér sjálfir. Í 4. lið 22. gr. San Remo-yfirlýsingar- innar segir „[...] þar til íbúarnir geta staðið á eigin fótum.“ Frakkar fengu Sýrland auk Líbanons, og Bretar fengu Írak og Palestínu (Vestur-Jórdaníu) en árið 1921 bættu Bretar Austur-Jórdaníu við svæði sitt. Það varð sjálfstætt furstadæmi (emírat) – í raun breskt verndarríki. Sameiginlega mynduðu svæðin „breska umboðssvæðið Palestínu“ þar til Austur- Jórdanía – konungsríkið Jórdanía – hlaut sjálfstæði árið 1946. Í von um að koma í veg fyrir gagnrýni Araba – valdbeitingu Araba – bönnuðu Bretar Gyðingum strax árið 1922 að sækja austur yfir ána Jórdan. Þetta dugði ekki og Bretar færðu það sem eftir stóð af umboðssvæði þeirra í Palestínu (það er Vestur-Jórdaníu) undir forsjá Sameinuðu þjóðanna (SÞ) árið 1947. Í nóvember 1947 samþykktu SÞ að skipta Palestínu í svæði Gyðinga og svæði Araba. Gyðingar samþykktu skiptinguna en Arabar höfnuðu ályktuninni um hana og gerðu vopnaða árás. Í tilefni af yfirlýsingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta 6. desember 2017 um að bandaríska sendiráðið í Ísrael yrði flutt til Jerúsalem (fyrir árslok 2019) birtist meðfylgjandi grein eftir Lone Nørgaard, lektor, cand. mag og Torben Hansen sagnfræðing á dönsku vefsíðunni altinget.dk 7. janúar 2018. Hún er hér birt í íslenskri þýðingu með góðfúslegu leyfi höfunda. Í tilefni af flutningi sendiráðs til Jerúsalem Alþjóðastjórnmál

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.