Þjóðmál - 01.03.2018, Page 76

Þjóðmál - 01.03.2018, Page 76
74 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Hjörtur J. Guðmundsson Tímabært að endurskoða aðildina að EES Evrópumál Tímabært er að taka aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) til endurskoðunar. Þó ekki nema vegna þess að eðlilegt er að slíkir samningar séu reglulega endurmetnir út frá hagsmunum Íslands og kannað hvort tryggja megi þá hagsmuni betur á annan hátt. Samningar eins og EES-samningurinn geta eðli málsins samkvæmt aldrei verið markmið í sjálfu sér. Markmiðið hlýtur ávallt að vera hagsmunir lands og þjóðar. Hér á eftir verður farið yfir nokkrar ástæður þess, eins og hægt er í stuttri grein, að tímabært er að fara í þessa endurskoðun. Tæpur aldarfjórðungur er liðinn frá því að EES-samningurinn tók formlega gildi þann 1. janúar 1994. Ljóst er að fjölmargt hefur breytzt í heiminum á þeim tíma og þá ekki sízt þegar kemur að alþjóðaviðskiptum. Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO hafði þannig til að mynda ekki verið sett á laggirnar1 og eini valkosturinn við EES-samninginn var hefðbundnir fríverzlunarsamningar af fyrstu kynslóð sem einungis ná til vöruviðskipta en ekki þjónustuviðskipta og annarra þátta sem mikilvægt þykir í dag að taka inn í myndina þegar kemur að milliríkjaviðskiptum. Líkt og flest annað hefur EES-samningurinn bæði sína kosti og galla. Hins vegar hefur kostunum farið fækkandi í gegnum tíðina en göllunum hefur fjölgað og þeir orðið verri. Helzta vandamálið við EES- samninginn er að hann fylgir samrunaþróun Evrópusambandsins á því sviði sem hann nær til, það er innri markaði þess, sem síðan hefur náð til sífellt fleiri málaflokka. Þannig setur EES-samningurinn vaxandi þrýsting á fullveldi Íslands á sama tíma og hann þvælist í vaxandi mæli einkum fyrir viðskiptum okkar við Bandaríkin. Þá liggur fyrir að samningurinn tryggir ekki lengur sérstök kjör fyrir íslenzkar sjávarafurðir inn á markað sambandsins.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.