Þjóðmál - 01.03.2018, Page 82

Þjóðmál - 01.03.2018, Page 82
80 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Utanríkismál Það eru umbrotatímar í Evrópu um þessar mundir, sem kristallast í væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB) í marz 2019. Brezka þjóðin hafnaði sam- komulagi ríkisstjórnar Bretlands við ESB um endurskoðaða aðildarskilmála Bretlands að ESB í júní 2016, sem jafngilti höfnun þjóðar- innar á aðildinni. Arftaki Davids Camerons, sem lagði pólitíska stöðu sína að veði sem forsætisráðherra í þjóðaratkvæðagreiðslunni, Theresa May, ræsti tveggja ára úrsagnarferli í marz 2017. Vaxandi óánægja innan ESB með ólýðræðislegt miðstýringarvald í Brüssel og útganga Breta úr ESB ásamt æ meiri sam- runa innan ESB, sem markar þróun EES- samningsins (EES: Evrópska efnahagssvæðið) hafa rík áhrif á það, hvernig affarasælast er að standa að hagsmunagæzlu fyrir íslenzku þjóðina á næstu árum, en íslenzk stjórnvöld virðast ekki hafa áttað sig á því til hlítar, eins og marka má af stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Í samskiptum Íslands og ESB hafa orðið atburðir, sem að mati höfundar sýna það svart á hvítu, að samþykki Alþingis á samninginum um EES (EES: ESB-ríkin og þrjú EFTA-ríki, Ísland, Noregur og Liechtenstein) samræmist ekki óskoruðu valdi Alþingis til ákvarðanatöku um mikilvæg stjórnarfarsleg málefni, er varða bæði hagsmuni íslenzkra ríkisborgara og ríkisins sjálfs. Þar er átt við úrskurð ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA), sem staðfestur var af EFTA-dómstólinum í nóvem- ber 2017, um það, að bann Alþingis við inn- flutningi á hráu (ófrystu) kjöti, hráum eggjum og ógerilsneyddri mjólk, við innleiðingu matvælalöggjafar ESB árið 2009 í íslenzk lög, brjóti í bága við EES-samninginn. Bjarni Jónsson Hagsmunatengsl Íslands og Bretlands

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.