Þjóðmál - 01.03.2018, Side 86

Þjóðmál - 01.03.2018, Side 86
84 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 í bankakreppunni 2007-2009, og keyrði þó um þverbak eftir hrun íslenzka fjármálakerfisins í október 2008. Innistæðutryggingasjóðir í Bretlandi og Hollandi greiddu innistæðu- eigendum eignir sínar í hinum föllnu bönkum, og síðan hófst mikil rekistefna á milli þarlendra og íslenzkra yfirvalda um þá kröfu brezkra og hollenzkra yfirvalda, að íslenzka ríkið ábyrgðist fjárútlát þeirra með vöxtum. Varð heitt í kolunum, einkum á milli Íslendinga og Breta, því að ríkisstjórn brezka Verkamannaflokksins setti íslenzka ríkið og nokkur fyrirtæki á lista yfir hryðjuverkamenn 2008 og beitti hryðjuverkalögum á íslenzku bankana í Lundúnum. Var þetta fólskuleg aðgerð, sem var greinilega ætlað að koma Íslendingum á hnén og ríkinu í greiðsluþrot. Fór þessi deila að lokum þannig eftir miklar deilur á Alþingi og um allt þjóðfélagið, að Íslendingar hrundu samningum vinstri stjórnarinnar, 2009-2013, af höndum sér í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum, og EFTA- dómstóllinn úrskurðaði síðan gegn ESA, Eftir- litsstofnun EFTA, Íslendingum í vil í janúar 2013 í máli, sem Bretar og Hollendingar með stuðningi ESB höfðuðu gegn Íslandi. Nutu Íslendingar þess þar, að ekki voru til dóma- fordæmi frá ESB-dómstólinum. Þetta var alvarlegasta deiluefni Breta og Íslendinga frá lokum síðasta landhelgisstríðs- ins 1976, og í bæði skiptin voru gríðarlega miklir hagsmunir íslenzku þjóðarinnar í húfi, en tiltölulega litlir hagsmunir Bretlands. Má þar vissulega greina kúgunartilburði gamla stórveldisins gagnvart smáþjóð í grennd. Nú eru hins vegar engin óveðursský á himni, svo langt sem augað eygir, í samskiptum Íslands og Bretlands. Miklu fremur blasa við sameiginlegir hagsmunir tveggja eyþjóða í Norður-Atlantshafi eftir úrsögn Bretlands úr ESB. Sá atburður er til þess fallinn að breyta hagsmunamati Íslendinga og losa um tengsl- in við ESB, sem verða sífellt meira íþyngjandi fyrir EFTA-þjóðirnar innan EES vegna nánari samruna ESB. Það verður vafalítið gerður fríverzlunar- samningur á milli ESB og Bretlands. Það verður væntanlega tiltölulega einfalt fyrir Íslendinga og Breta að semja um fríverzlun á grundvelli téðs fríverzlunarsamnings. Hvers vegna ætti sams konar samningur ekki að nást á milli ESB og Íslands, ef EES-samn- ingnum verður sagt upp? Fimmta frelsi Innri markaðarins ESB hefur gefið út Þriðja orkumarkaðslaga- bálkinn, sem hefur að leiðarljósi snurðulaust og frjálst flæði orku – eldsneytisgass og raforku – á milli ESB-ríkjanna. Þessi bálkur, t.d. 2009/72/ESB um rafmagn, á, samkvæmt ákvörðun sameiginlegrar nefndar ESB og EFTA-ríkjanna þriggja í EES 5. maí 2017, að verða hluti EES-samningsins. Ef/þegar þjóðþing Noregs, Liechtensteins og Íslands samþykkja frumvarp ríkisstjórna landanna þess efnis, munu þessir lagabálkar og reglugerðir einnig gilda í þessum EFTA- löndum, þótt hagsmunir dreifbýlu og orku- ríku norrænu landanna fari engan veginn saman við hagsmuni þéttbýlla og fremur orkusnauðra landa meginlandsins. Hættan af innleiðingu Þriðja orkumarkaðslagabálks- ins er augljós og yfirvofandi í Noregi vegna sæstrengja í rekstri og í undirbúningi, sem flutt geta tæplega helming af afli virkjana Noregs, og hún er fyrir hendi á Íslandi líka, af því að tæknilega er unnt að leggja og reka sæstreng frá Íslandi til útlanda, sem flutt getur a.m.k. helminginn af aflgetu virkjana í rekstri á Íslandi árið 2018. Leiða má að því gild rök, að lýðræðislega kjörin yfirvöld landanna muni missa tökin á þróun raforkumálanna eftir lögleiðingu þessa „fimmta frelsis ESB“, því að ráðstöfunarrétt- ur orkunnar flyzt í hendur Orkustjórnsýslu- stofnunar ESB og útibús hennar í hverju landi. Sett hefur verið á laggirnar í Slóveníu Orkusamstarfsstofnun ESB, ACER (Agency for the Cooperation of Energy Regulators), stjórnsýslustofnun um orkuflutningsmálefni, sem framkvæmdastjórn, leiðtogaráð og þing ESB hafa framselt mikið vald til um

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.