Þjóðmál - 01.03.2018, Qupperneq 91

Þjóðmál - 01.03.2018, Qupperneq 91
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 89 ESB og ESA munu krefjast innleiðingar á Þriðja orkumarkaðslagabálkinum af Noregi og Íslandi, og slíkt verður ekki umsemjan- legt af hálfu ESB. Þar er um svo stórvægilegt fullveldisframsal að ræða, að draga verður í efa, að fyrir slíku sé meirihluti á Alþingi, hvað þá á meðal þjóðarinnar. Nú er komið að ögur stund; ekki verður lengur haldið á sömu braut innan vébanda EES án þess að fá úrskurð íslenzku þjóðarinnar um það, hvort hún vill arka þessa leið æ nánari samruna við ESB eða sækja glatað fullveldi í greipar ESB. Norsku samtökin „Nei við ESB“ berjast fyrir hinu sama norsku þjóðinni til handa. Um aðild Noregs að EES skrifar Morten Harper4: „EES-samningurinn ætti að virða norskt fullveldi, og Noregur ætti að geta hafnað þeim reglum, sem við viljum ekki hafa. [Þetta var okkur Íslendingum sagt á sínum tíma, að ætti við um aðild Íslands að EES, en reyndin er sú, að ákvæði þessu lútandi í EES-samninginum er dauður bókstafur, því að í samstarfsnefnd ESB- og EFTA-landanna hefur ESB alltaf haft sitt fram um, hvaða mál skuli falla undir EES-samninginn.] 25 árum síðar er augljóst, að Noregur hefur nokkrum sinnum gefið eftir stjórnvalds- ákvæði [þ.e. stjórnarskrá Noregs hefur verið brotin í EES-samstarfinu – innsk. BJo]. Réttur Noregs og EFTA-samstarfsaðila okkar til að hafna nýjum ESB-reglum er í EES-samninginum, en hefur ávallt verið svæfður. Í nokkurn tíma hafnaði Noregur þriðju pósttilskipunum ESB, en núverandi borgaralega ríkisstjórn dró til baka þá höfnun. Neitunarákvæði samningsins hafa aldrei verið notuð til að tryggja varanlegar undantekningar fyrir Noreg.“ Það er grafalvarlegt og óviðunandi, að vegna EES-samningsins skuli þjóðþing Íslands og Noregs hvað eftir annað standa frammi fyrir því að þurfa að samþykkja fullveldisframsal, sem að margra mati brýtur í bága við stjórnar- skrár landanna. Það, sem okkur var sagt um neitunarvald Íslands, hefur reynzt orðin tóm. Reglugerðarflaumurinn frá Berlaymont hefur reynzt meiri og stórtækari en nokkurn óraði fyrir, og hann hefur reynzt atvinnurekstri á Íslandi meira íþyngjandi en annars staðar, af því að hann er sniðinn við stærri markað og stærri fyrirtæki en dæmigerð eru hérlendis. Norðmenn hafa samið skýrslu um reynslu Noregs af aldarfjórðungsvist í EES, „25 ár í EES“. Morten Harper4 kveður lykilatriðið þar vera tjónið, sem EES-samningurinn veldur á norsku atvinnulífi. Hlutfallslegt tjón á íslenzku atvinnulífi er vafalítið ekki minna. Æskilegt er að leggja mat á árlegt tjón og kostnað Íslands af EES-samninginum ásamt ávinningi í samanburði við lágmarksviðskiptasamning á borð við viðskiptasamning Kanada við ESB. „EES-skýrslan sýnir, hvernig hvernig norsk lög, kjarasamningar og ILO-samningar (Alþjóða vinnumálastofnunin) víkja fyrir reglum ESB/EES. Í umdeildum úrskurði í lok síðasta árs [2016] fylgdi Hæstiréttur [Noregs] ráðgjöf EFTA-dómstólsins og setti reglur ESB um frelsi fyrirtækja framar rétti verkamanna og 137. ákvæði Alþjóða vinnumála- stofnunar innar um hafnarverkamenn. Nokkur verka lýðsfélög krefjast þess nú, að Noregur yfirgefi EES.“ Hér hafa fjölmargir meinbugir á aðild Íslands og Noregs að EES verið raktir. Þeir stafa af því, að löndunum er meinað að verjast lögum, tilskipunum og reglugerðum frá ESB, sem stangast á við hagsmuni þeirra. Tvær af þremur meginstoðum atvinnulífs og útflutn- ings Íslendinga, eru orkusækinn iðnaður og sjávarútvegur. Kjörstaða fyrir þessar og aðrar útflutningsgreinar er að öðlast frjálst og hindrunarlaust markaðsaðgengi um víða veröld, og Evrópulöndin eru vissulega mikilvægasti markaður íslenzkra útflytjenda og innflytjenda. Með útgöngu Breta úr ESB skapast hins vegar gjörbreyttar aðstæður, hvað markaðsmálin varðar, og áhætta Íslands af uppsögn EES-samningsins verður sáralítil.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.