Þjóðmál - 01.03.2018, Page 97
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 95
Sjávarútvegurinn skiptir Íslendinga miklu
máli. Í honum er stunduð verðmætasköpun
úr dýrmætri endurnýjanlegri auðlind sem er
fiskistofnarnir. Greinin er iðulega í sviðsljós-
inu og þarf ekki að koma á óvart. Allt þetta
þarf vart að rekja fyrir þeim sem á annað
borð fylgjast með þjóðfélagsumræðunni.
Það var með nokkurri eftirvæntingu að ég
opnaði bók Óla Samró og hóf lesturinn. Ég
hef lengi saknað þess að til væri svona rit á
íslensku þar sem hægt væri að finna upp-
lýsingar um fiskveiðistjórnun í hinum ýmsu
löndum. Mér hefur oft þótt umfjöllun um
sjávarútvegsmál hér á landi of sjálfhverf, að
Íslendingar geri of lítið af því að kynna sér
og ræða hvernig þessum mikilvægu málum
er háttað í öðrum löndum. Þá horfi ég ekki
síst til nágrannalanda sem búa við svipaða
verk- og þjóðfélagsmenningu og nýta sömu
tegundir nytjastofna og við.
Höfundinum tekst ágætlega upp í fyrstu
þremur köflum bókarinnar, þar sem hann
dregur upp mynd af því hvernig og hvers
konar rammar hafa verið dregnir upp í
umgjörð fiskveiða í heiminum fram á þennan
dag. Þetta er almenn umfjöllun um flókin
mál. Stefin eru þekkt úr umræðunni þar sem
tekist er á um stjórnmálalegar áherslur og
stefnur. Útfærslur ríkja og ríkjasambanda á
sjávarútvegsstefnu eru mismunandi.
Í seinni hluta bókarinnar er síðan tekið til
við að lýsa fiskveiðistjórnunarkerfum ein-
stakra ríkja og ríkjasambanda sem tekin eru
til umfjöllunar. Mér þótti mestur fengur að
umfjöllun um tilhögun sjávarútvegsmála í
ríkjum Evrópusambandsins, í Færeyjum og í
Noregi. Ég saknaði hins vegar þess að fjallað
væri um það hvernig málum er háttað í
Grænlandi og Rússlandi.
Umfjöllunin um Færeyjar og Noreg er
gagnleg en hefði að mínu mati mátt vera
miklu ítarlegri. Í báðum löndum hafa stjórn-
völd að mörgu leyti kosið að fara aðrar
leiðir en á Íslandi. Það hefði verið dýrmætt
fyrir umræðuna hér á landi að fá enn meiri
fróðleik um sjávarútvegsmál í Noregi og
Færeyjum í bók af því tagi sem Óli Samró
hefur skrifað. Sömuleiðis er fengur að
um fjöllun inni um fiskveiðistjórnun Evrópu-
sambandsins og annarra landa.
Við lestur bókarinnar fannst mér fljótt sem
bókin bæri öðrum þræði keim af því að hún
væri hugsuð sem kennslubók. Það er að
sjálfsögðu enginn ókostur. Svona bók ætti
einmitt að nýtast námsfólki vel. Sjávarútvegs-
mál eiga það til að vekja heitar tilfinningar og
deilur enda hápólitísk í eðli sínu. Óli Samró
gætir sín vel á því að greina frá með hlut-
lausum hætti. Bók hans er ágætt innlegg í
umræðuna svo langt sem hún nær, þótt ég
hefði eins og fyrr segir viljað sjá hana ítar-
legri. Ég hefði glaðst með 500 síðna doðrant
í höndunum því hér er verið að greina frá
hlutum sem skipta máli.
Eitt er það sem er verulegt lýti á bókinni.
Svo er að sjá sem prófarkalestri hafi verið
verulega áfátt. Ég hef lesið margar bækur
um dagana en enga með jafn mörgum
meinlegum prentvillum og í þessari bók.
Bókstafir og orð hafa dottið út. Sums staðar
er þýðingin og setningaskipan beinlínis
klúðursleg. Á nokkrum stöðum er látið hjá
líða að þýða færeyska, norska, danska og
enska texta yfir á íslensku. Það er vart ofmælt
að þetta handrit hefði mátt lesa betur yfir
áður en það fór í prentun.
Höfundur er fiskifræðingur, framkvæmda-
stjóri, ritstjóri og rithöfundur.