Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 5
INNGANGUR.
í riti Landbúnaðardeildar, A-flokki, nr. 5 (Halldór Pálsson og Runólfur
Sveinsson, 1952) er lýst niðurstöðum þriggja tilrauna með íitun sláturlamba
á ræktuðu landi að haustinu, sem Tilraunaráð búfjárræktar hafði skipulagt
og annazt framkvæmd á í samvinnu við Búnaðardeild Atvinnudeildar Há-
skólans. Niðurstöður þessara tilrauna sýndu, að hagkvæmt gæti verið að fita
lömb um nokkurra vikna skeið á háarbeit að haustinu fyrir slátrun. Tilrauna-
ráðið áleit þó, að gera þyrfti fleiri slíkar tilraunir við mismunandi aðstæður
í ýmsum landshlutum til þess að fá betur úr því skorið, hvernig beita skuli
sláturfé á ræktað land til þess að ná hagkvæmustum árangri.
Síðastliðin átta ár hefur Búnaðardeildin annazt framkvæmd fimmtán til-
rauna með fitun sláturlamba á ræktuðu landi, en Tilraunaráð búfjárræktar
hefur skipulagt tilraunir Jressar og greitt kostnað við þær annan en vinnu- og
ferðakostnað sérfræðinga Búnaðardeildar. Tilraunir þessar voru framkvæmd-
ar á eftirtöldum stöðum: í Pétursey í Mýrdal, V-Skaft. og Gunnarsholti, Rang-
árvöllum, haustið 1952; í Norður-Hjáleigu í Álftaveri, V-Skaft., haustið 1952,
að Hesti í Borgarfirði haustin 1954, 1956, 1957, 1958 og 1959, í Bliindudals-
hólum, A-Hún., 1954, 1955 og 1956, á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi, Skag.,
1955, 1957, 1958 og 1959, og á Teygingalæk, V-Skaft., 1958.
Hverri tilraun er lýst í sérstökum kafla hér á eftir. Halldór Pálsson og Pétur
Gunnarsson sáu um framkvæmd tilraunanna, en Stefán Aðalsteinsson aðstoð-
aði við að semja fyrri hluta skýrslu þessarar og vann að því ásamt Halldóri
Pálssyni að leggja stærðfræðilegt mat á gildi niðurstaðnanna. Ennfremur veittu
eftirtaldir aðilar mikilsverða aðstoð við framkvæmd tilraunanna: Sigurjón
Árnason, bóndi í Pétursey, Páll Sveinsson, sandgræðslustjóri, Gunnarsholti,
Jón Gíslason, fyrrv. alþm., Norður-Hjáleigu, Guðmundur Pétursson, bústjóri,
Hesti, Bjarni Jónasson, bóndi, Blöndudalshólum, bræðurnir Björn, Pálmi og
Sigurjón Runólfssynir, bændur, Dýrfinnustöðum, Ólafur J. Jónsson, bóndi,
Teygingalæk og ennfremur héraðsráðunautarnir Sigfús Þorsteinsson, Blöndu-
ósi, Haraldur Árnason, Sjávarborg og Einar Þorsteinsson, Sólheimahjáleigu,
sem veittu aðstoð við lilraunirnar á Norðurlandi og Teygingalæk.
Búnaðardeildin og Tilraunaráð búfjárræktar kunna öllum þessum aðilum
beztu þakkir fyrir aðstoð þeirra. Einnig eiga forráðamenn sláturhúsanna, þar
sem tilraunalömbunum var slátrað, Jtakkir skildar fyrir aðstoð veitta í sam-
bandi við slátrun lambanna og rannsóknir á afurðum þeirra.