Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 15
13
bæði kyn eru tekin sameiginlega, sést, að munurinn á meðalfallþunga A- og
B-flokkslamba, 0.80 kg A-flokki í vil, er raunhæfur í 99.9% tilfella. B-flokks-
lömbin eru 1.16 kg þyngri en C-flokkslömbin, og er sá munur einnig raun-
hæfur í 99.9% tilfella og sömuleiðis munurinn á A- og C-flokkslömbum,
1.96 kg.
Sé hvort kyn tekið fyrir sig, kemur í ljós, að mismunur flokka innan kynja
er í samræmi við mismun þann, sem fram kemur á báðum kynjum sameigin-
lega, þótt sums staðar skorti á, að sama raunhæfni náist.
heLta stafar einkum af því, að því færri lömb, sem eru í hverjum flokki, því
minna er að byggja á meðaltalinu. Innan hvors kyns er aðeins tekið meðaltal
af 12 og 8 lömbum í hverjum flokki, en þegar bæði kyn eru tekin sameigin-
lega, er tekið meðaltal af 20 lömbum. í síðara tilfellinu gefur meðaltalið því
öruggari upplýsingar um meðalfallþunga lambanna í viðkomancli flokki, og
jafnframt fæst með því öruggari munur á flokkum.
Tilraunin leiðir því í Ijós, að íallþungi lambanna í A- og B-flokki hefur auk-
i/t verulega á 32 daga tilraunaskeiði, og er það í samræmi við niðurstöður
í kafla I. Ennfremur hafa A-flokkslömbin, sem gengu á útjörð mcð mæðrum
sínum, bætt til muna meira við fallþunga sinn en B-flokkslömbin, sem gengu
móðurlaus á túni, sem er gagnstætt niðurstöðunum í tilrauninni, sem lýst er
í kafla I.
Sé miðað við sama fallþunga lamba í öllum flokkum við byrjun tilraunar,
hafa A-flokkslömbin bætt við sig 1.96 kg eða 61.2 g af kjöti að meðaltali á dag,
en B-flokkslömbin 1.16 kg eða 36.2 g á dag, þ. e. 25.0 g minna til jafnaðar en
lömbin í A-flokki, sjá töflur 7 og 8.
Tafla 8. Meðalþyngdaraukning falla lamba á tilraunaskeiðinu, g á dag.
Average gain in dressed, carcass weight, gjday.
Kyn sex Tala no. A-£l. group A B-fl. group B Mism. diff. B-A
Hrútar $ 12 65.6 39.7 -25 9
Gimbrar 2 8 54.7 31.2 —23.5
Bæði kyn $ 8c 2 20 61.2 36.2 —25.0
Mism. kynja sex diff. — 10.9 8.5 — 2.4
Framför lambanna, sem ; i úthaga gengu, er því nær alveg hin sama og á
hliðstæðum lömbum í tilrauninni, sem lýst er í kafla I, sjá töflur 3 og 8 Hin
litla framför lambanna, sem á túni gengu í Norður-Hjáleigu samanborið við
framför túnlambanna í Gunnarsholti, mun orsakast af lélegri túnbeit í Norð-
ur-Hjáleigu, eins og áður er að vikið.
Tafla 8 sýnir, að í báðum flokkum hafa hrútar bætt við sig meiru kjöti á
dag, en gimbrar á tilraunaskeiðinu. Sá rnunur er aðeins minni í túnflokknum
(B-fl.), og er það gagnstætt niðurstöðunum í kafla I, sjá töflu 3. Þetta er í sam-
ræmi við þá kenningu, að eftir því sem næringarskilyrði eru lakari, þvi minni
möguleika hafi hrútar á að sýna, að meðfæddur vaxtarhraði þeirra er meiri
en gimbra.