Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 11
9
Tafla 4 sýnir ennfremur, að hrútar hafa mun lægri kjötprósentu en gimbrar
i A- og C-flokki. Nemur sá munur 2.32% í A-flokki og 2.51% í C-flokki Þetta
er meiri munur á kjötprósentu hrúta og gimbra en venjulegt er. Hins vegar
Jtafa hrútarnir í B-flokki (túnflokknum) lrærri kjötprósentu en gimbrarnar,
0.54%. Þessi munur mun orsakast af því, að hrútarnir þrifust betur og bættu
því meiru við fallþunga sinn á túni en gimbrarnar. Skýrir þetta, að ekki er
fullt samræmi á mismun flokkanna, þegar gerður er samanburður á þunga
lambanna á fæti annars vegar og fallþunga þeirra hins vegar, liér að framan.
d. Áhrif á gæffamat falla.
Tafla 5 sýnir tölu falla í hverjum gæðaflokki fyrir hrúta og gimbrar sér og
bæði kyn sameiginlega.
Tafla 5. Gæffamat, tala falla.
Grading. number of carcasses.
Flokkur group A B C
Gæðaraat qual. grade I II III I II III I II III
Hrútar $ 4 5 1 8 2 0 4 6 0
Gimbrar $ 3 7 0 6 4 0 3 6 1
Bæði kyn $ & $ 7 12 1 14 6 0 7 12 1
Föllin í A-flokki og C-flokki flokkuðust eins. Af þeim fóru 35% í I., 60%
í II. og 5% í III. gæðaflokk. Föllin í B-flokki flokkuðust mun betur. Af þeim
lentu 70% í I. og 30% í II. gæðaflokki. Hlutfallstala falla, sem lentu í II. og
ÍII. gæðaflokki, er raunhæft lægri í B-flokki en í A- og C-flokki. Sýnir þetta,
að túnbeitin hefur bætt útlit fallanna til muna.
e. Áhrif á mör og gæru.
Meðalmörþungi, netja og nýrnamör, lamba í flokkunum var sem hér segir:
í A-flokki 1.25 kg, B-ilokki 1.30 kg og C-flokki 0.70 kg. Sýnir þetta, að lömbin,
sem á túni gengu, hafa á tilraunaskeiðinu bætt við mör, 0.60 kg, en úthaga-
Jömbin aðeins minna, 0.55 kg.
Reiknaður meðalgæruþungi lamba í flokkunum í stafrófsröð er þessi: 2.85
kg, 2.97 kg og 2.27 kg. Hafa því lörnbin í A- og B-flokki bætti við gæruþunga
0.58 kg og 0.70 kg á tilraunaskeiðinu.
3. HELZTU NIÐURSTÖÐUR.
1. Tilraun var gerð með að fita lömb á ræktuðu landi í Gunnarsholti á
Rangárvöllum í 48 daga fyrir slátrun, frá 29. ágúst til 16. okt. 1952. í tilraun-
ina voru notuð 60 lömb, er var skipt í þrjá jafna flokka, A, B og C, eftir þunga
á fæti og kyni. Lömbunum í C-flokki var slátrað 29. ágúst til að finna afurða-