Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 91
89
hafa tilraunaskeiðið helzt ekki skemmra en 6—7 vikur. Að vísu liefur ágætur
árangur náðst með kálbeit á skemmra tilraunaskeiði í sumum þeirra tilrauna,
sem lýst er hér að framan, sjá kafla VIII, IX, XI og XII.
Tafla 75 sýnir meðalþyngdaraukningu falla lamba á dag í öllum flokkum
á tilraunaskeiðinu, fyrir hvort kyn fyrir sig og bæði kyn sameiginlega.
Tafla 75. Meðalþyngdaraukning falla Iamba á tilraunaskeiðinu, g á dag.
Average gain in dressed carcass weight, g/day.
Kyn Tala
sex no.
Hrútar $ 10
Gimbrar $ 10
Bæði kyn $ & $ 20
Mism. kynja $ — 9
A B Flokkur group C. D li
41.2 60.3 94.4 84.6 90.8
55.9 49.7 63.1 91.6 78.4
48.8 55.0 78.8 88.0 84.6
-14.7 10.6 31.3 —7.0 12.4
Sé gert ráð fyrir, að lömbin í öllum flokkum hafi haft sama meðalfallþunga
í upphafi tilraunar og lömbin í F-flokki, hafa þau bætt við fallþunga sinn að
jafnaði á dag 48.8 g í A-fl„ 55.0 g í B-fl., 78.8 g í C-fl., 88.0 g í D-fh og 84.6 g
í E-íl.
Vaxtarhraði lambanna í A-fl. er svipaður meðalvaxtarhraða í úthagaflokk-
um i flestum þeim tilraunum, sem lýst er hér að framan, og slátrað er á svip-
uðum tíma, sjá töflur 3, 8, 25, 36, 44 og 65, en nokkuð meiri en í tilraunum
þeim, sem lýst er i kafla X, XI og XIII, sjá töflur 52, 60 og 70.
Vaxtarhraði B-flokkslambanna er aðeins örlítið meiri en A-flokkslambanna.
Vaxtarhraði C-, D- og E-flokkslambanna er sæmilegur, en þó minni en lamba,
er gengið hafa á ræktuðu landi í sumurn tilraunum þeim, sem lýst er hér að
framan, sjá töflur 36, 44, 60 og 65.
Mikil úrkoma á tilraunaskeiðinu á að öllum líkindum þátt í, að lömbin
þrifust ekki betur en raun ber vitni um í þessari tilraun, af því að allt bendir
tii þess, að kindur taki ekki til sín meir en ákveðið vatnsmagn á dag og bíti
þvi minna en ella, ef aldrei jjornar á beitarjurtunum.
c. Áhrif á kjötprósentu.
Meðalkjötprósenta lamba, í öllum flokkum fyrir hvort kyn fyrir sig og bæði
kyn sameiginlega, er gefin í töflu 76.
I>au lömb, er lengur gengu á kálinu, D- og E-fh, og urðu 18 dögum eldri en
hin, skara fram úr. Kjötprósenta þeirra er raunhæft hærri en hvers hinna
flokkanna í 99.9% tilfella. Gildir þetta fyrir hvort kyn fyrir sig og bæði kyn
sameiginlega. Hæstu kjötprósentu hafa lönrbin í E-fh, 48.84% að meðaltali
l yrir bæði kyn. Munurinn milli D- og E-flokkslamba, 0.50%, er ekki raunhæf-
ur. Lægsta kjötprósentu hafa lömbin í A-fl., er gengu á úthaga með mæðrum
sínum, 40.84% að meðaltali. Litlu hærri kjötprósentu hafa lömbin í B-fh (kál
í 33 daga), C-fl. (grænfóður í 33 daga) og F-flokks lönrbin (slátrað í upphafi