Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 70
]:ess, ;tð lömbin í öllum flokkum hafi aðeins verið farin að leggja af, er þeim
var slátrað, þótt þau hefðu bætt við sig fit.u á fyrri hluta tilraunaskeiðsins.
Niðurstöður mælinganna eru í samræmi við gæðamat fallanna, sjá töflu 54.
3. HELZTU NIÐURSTÖÐUR.
1. l’ilraun var gerð á Hesti haustið 1958 með að bera saman framför
lamha, sem gengu með mæðrum í úthaga annars vegar, við framför lamba,
sem gengu móðurlaus á tvenns konar ræktuðu landi, fóðurkáli og nýrækt,
hins vegar. Tilraunin stóð í 36 daga, frá 15. september til 21. október. í til-
raunina voru notuð 80 lömb, jafnmörg af hvoru kyni, og var þeim skipt í 4
jafna flokka, A-, B-, C- og D, eftir þunga á fæti og kyni, og var jafnframt tekið
tillit til ætternis.
Lömbin í A-flokki gengu með mæðrum á úthaga, í B-flokki móðurlaus á
fóðurkáli til 8. október, er allt kálið var uppétið, en eftir það á há, lömbin
í C-flokki gengu móðurlaus á nýrækt, en lömbunum í D-flokki var slátrað,
ei- tilraunin hófst, til þess að fá vitneskju um, hvernig lömbin legðu sig þá.
Lömbunum í hinum flokkunum var slátrað 22. október.
2. Er tilraunin hófst, vógu lömbin að meðaltali á fæti 34.68 kg í A-fl. og
34.62 kg í B-, C- og D-ílokki. A tilraunaskeiðinu þyngdust lömbin á fæti f A-
fl. 1.85 kg, í B-fl. 2.88 kg og í D-fl. 2.65 kg. Aukning sláturafurða, þ. e. kjöts,
mörs og gæru, reyndist 1.28 kg í A-fl., 2.48 kg í B-fl. og 2.35 kg í C-flokki,
miðað við að afurðir í D-flokki væru þær sömu og í hverjum hinna flokkanna
í byrjun tilraunar.
Fallþungaaukningin ein sér nam 0.54 kg í A-fl., 1.60 kg í B-f!. og 1.43 kg
í C-fl. Hafa því lömbtn, sem gengu móðurlaus á ræktuðu landi, bætt um 1
kg af kjöti meira við sig en þau, sem gengu með mæðrum á úthaga. í öllum
tlokkum var framför lambanna miklu minni en í hliðstæðum flokkum í til-
rauninni, sem lýst er í kafla IX.
Lítill munur var á kjötprósentu lambanna í flokkunum, en þó höfðu hiút-
ar raunhæft hærri kjötprósentu í B- og C-flokki en í A- og D-flokki.
Gæðamat fallanna var svipað í öllum flokkum, en þó aðeins lakara í D-
og A-flokki en í B- og C-flokki.
Mælingar á föllunum sýndu, að lömbin í öllum tilraunaflokkunum höfðu
stækkað á tilraunaskeiðinu, þ. e. bein þeirra höfðu lengzt, en lítið eða ekkert
aildnað. Vöðvar höfðu eðlilega lengzt í samræmi við beinavöxt, en mjög lítið
þtkknað og yfirborðsfita ekki aukizt. Lögun og útlit fallanna hafði þó ekki
versnað á tilraunaskeiðinu.