Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 8
6
Jafnframt sýnir tafla 1 þyngdaraukningu á fæti að meðaltali á lamb í A- og
B-flokki á tilraunaskeiðinu.
Tafla 1. Meffalþungi lamba á fæti og þyngdaraukning í A- og B-flokki, kg.
Mean live weight of lambs and mean live weight gain in groups A and B, kg.
Meðalþungi á fæti mean live weight Þyngdaraukning
A- •fl. B-fl. C-fl. live weight gain
Kyn Tala group A gv otip B group C A-fl. B-fl. Mism.
sex no. 28/3 15/10 28/8 15/10 28/8 group A group 11 diff. n-
Hrútar $ 10 29.70 39.80 29.70 40.90 29.70 10.10 11.20 1.10*
Gimbrar $ 10 25.55 33.30 25.50 33.85 25.50 7.75 8.35 0.60
Bæði kyn á & 5 20 27.62 36.55 27.60 37.38 27.60 8.93 9.78 0.85*
Meðalskekkja á einstakling S.E. per individual — 1.14 kg, frítala DF — 18.
#Munurinn raunhæfur í 95% tilfella significant at 5 per cent level.
f#Munurinn raunhæfur í 99% tilfella significant at 1 per cent level.
#**Munurinn raunhæfur í 99.9% tilfella significant at 0.1 per cent level.
Er tilraunin hófst, var meðalþungi hrútanna á fæti hinn sami í öllum flokk-
um, 29.70 kg, en gimbranna 25.55 kg í A-flokki, en 25.50 kg i B- og C-flokki.
Meðalþungi allra lambanna varð því 27.62 kg í A-flokki og 27.60 kg í B- og
C-flokki, eða því sem næst alveg sá sami í öllum flokkunum, tafla 1.
Á tilraunaskeiðinu þyngdust hrútarnir í A-flokki 10.10 kg, en gimbrarnar
7.75 kg. í B-flokki þyngdust hrútarnir 11.20 kg, en gimbrarnar 8.35 kg til
jafnaðar. Meðalþyngdaraukning lambanna í A-flokki varð því 8.93 kg eða
186 g á dag, en 9.78 kg i B-flokki eða 204 g á dag. B-flokksIömbin þyngdust
því 0.85 kg meira en lömbin í A-flokki á tilraunaskeiðinu, sjá töflu 1. Þessi
munur er raunhæfur í 95% tilfella. Það er sönnun þess, að þessi munur er að
þakka túnbeitinni, en orsakast ekki af tilviljun.
í báðum flokkum þyngjast hrútarnir meira en gimbrarnar, sjá töflu 1. Er
sá munur í A-flokki 2.35 kg og í B-flokki 2.85 kg eða 2.60 kg að meðaltali
í báðum flokkum. Þessi munur á kynjum er raunhæfur í 99.9% tillella, og
sýnir, að vaxtarhraði hrútanna er meiri en gimbranna, hvort sem lömbin
ganga móðurlaus á túni eða með mæðrurn sínum á óræktuðu landi. Samvirk
áhrif milli flokka og kynja eru ekki raunhæf, er bendir til Jress, að í þessari
tilraun hafi bæði kyn þrifizt hlutfallslega jafnt, hvort sem þau voru á túni
eða útjörð. Þessar niðurstöður eru ekki að öllu leyti í samræmi við niðurstöð-
ur tilraunanna í Gunnarsholti 1949 og 1951. I Jreim tilraunum Jryngdust hrút-
arnir, sem gengu á útjörð álíka mikið eða minna en gimbrarnar í sömu flokk-
um, en í túnbeitarflokknum Jryngdust hrútarnir mun meira en gimbrarnar
(Halldór Pálsson og Runólfur Sveinsson, 1952). En við athugun á fallþunga
tilraunalambanna hér á eftir kemur einmitt í ljós, að á tilraunaskeiðinu bættu
hrútarnir á túni raunhæft meira við fallþunga sinn en hrútarnir á útjörð, en
gimbrarnar í túnflókki bættu aðeins minna við sig en hinar.
Þetta sýnir, að óvarlegt er að byggja of mikið á þunga lamba á fæti við mat