Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 18
III. KAFLI.
TILRAUN í BLÖNDUDALSHÓLUM 1954
1. RANNSÓKN AREFNI OG AÐFERÐIR.
í þessa tilraun voru notuð 40 lömb, 24 hrútar og 16 gimbrar, í Blöndudals-
hólum, Austur-Húnavatnssýslu. Tilraunin hófst 13. september og stóð til 10.
október. Þann 13. september voru lömbin vegin á fæti, merkt einstaklings-
merki og skipt í jafna flokka eftir þunga og kyni eins og lýst er í kafla I, og
voru 12 hrútar og 8 gimbrar í livorum flokki.
Lömbin í A-flokki voru höfð með mæðrum sínum í úthaga allt tilrauna-
skeiðið, en lömbin í B-flokki voru höfð með mæðrum sínum á túni á sama
tíma. Tún það, sem kindurnar fengu að ganga á, var um 4 ha að stærð og
í góðri rækt. Meiri hlutinn af því hafði verið tvísleginn, en var að spretta
í þriðja sinn. Á landi þessu var nýræktarspilda á 2. ári, sem hafði verið slegin,
en var í örari sprettu á tilraunaskeiðinu en eldra túnið. Ekkert af túnbeitar-
hólfinu var svo sprottið, að það væri ljáberandi.
Þann 10. október voru lömbin í báðum flokkum vegin og þeim slátrað
morguninn eftir. Fall var sérvegið af liverju lambi, en mör og gærur úr hvor-
um flokki var hvort tveggja vegið í heild. Föllin voru metin gæðamati.
Þessi tilraun er frábrugðin tilraunum þeim, sem lýst er í kafla I og II að
jjví leyti, að engum tilraunaflokki var slátrað, er tilraun hófst til þess að
ganga úr skugga um, hvað lömbin legðu sig þá. Þessi tilraun sýnir því aðeins
þyngdaraukningu á fæti í báðum flokkum á tilraunaskeiðinu og mismun á
þrifurn lamba á túui og útjörð.
2. NIÐURSTÖÐUR TILRAUNARINNAR.
a. Áhrif á þunga á fæti.
Tafla 11 sýnir meðalþunga lamba á fæti við byrjun og lok tilraunar fyrir
hvort kyn sér og bæði kyn sameiginlega og þyngdaraukningu þeirri á tilranna-
skeiðinu. Einnig sýnir taflan mismun á þyngdaraukningu flokkanna innan
hvors kyns og fyrir bæði kyn sameiginlega ásamt raunhæfni mismunarins.
Á tilraunaskeiðinu, 27 dögum, })yngdust lömbin 4.73 kg í A-flokki eða 175
g á dag og 7.00 kg í B-flokki eða 259 g á dag. Lömbin, sem gengu á túni (B-
fl.), jiyngdust því 2.27 kg meira en A-flokks lömbin, sem gengu í úthaga. Þessi
munur er raunhæfur í 99.9% tilfella. Munurinn á þyngdaraukningu hrúta
í A- og B-flokki, 3.09 kg, B-flokki í vil, er einnig raunhæfur í 99.9% tilfella,