Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 35
VII. KAFLI.
TiLRAUN Á HESTI 1954
1. RANNSÓKN AREFNI OG AÐFERÐIR.
I ]jessa tilraun voru notuð 44 lömb, 28 hrútar og 16 gimbrar, eign fjárrækt-
arbúsins á Hesti. Lömbin voru öll tvílembingar. Tilraunin hófst 3. september
og stóð til 27. september. Þann 3. september voru lömbin ásamt mæðrum
Jjeirra vegin á fæti og þeim skipt í tvo jafna flokka, A og B, eftir þunga og
kyni, á sama hátt og lýst er í kafla I, og voru 14 hrútar og 8 gimbrar i hvorum
fiokki. Auk þess var við flokkunina tekið tillit til aldurs lambanna og ætt-
crnis, eftir því sem við varð komið.
A tilraunaskeiðinu voru lömbin í A-flokki látin ganga í úthaga með mæðr-
um sínum, en lömbin í B-flokki voru látin ganga með mæðrum sínum á há
á túninu á Hesti. Túnið hafði þá verið tvíslegið að mestu, en dálítil spilda
í því, unt 0.7 ha að stærð, var nýrækt, er sáð hafði verið í þá um sumarið, og
var mjög lítið sprottin. Tilraunakindurnar héldu sig þó mikið á þeirri spildu,
meðan þar var nokkuð að hafa.
Þann 27. september voru lömbin í báðum flokkum vegin á fæti og þeim
slátrað árla næsta dag. Afurðir á blóðvelli, fall, netjumör og gæra, voru sér-
vegnar úr hverju lambi. Nýrnamör og nýru fylgdu föllunum.
Til þess að fá betur staðfest, hvaða áhrif tilraunin kynni að hafa á gæði
fallanna umfram það, sem kemur í ljós við venjulegt gæðamat í sláturhúsun-
um, voru tekin 7 útvortismál og 8 þverskurðarmál frarnan við aftasta rif af
hverju falli, og auk þess var vinstri framfótarleggur úr liverju lambi veginn
hrár og mældur. Halldór Pálsson (1953) liefur lýst gildi þessara mála og hvern-
ig þau eru tekin. Mynd 1 bls. 4 sýnir málin, og hvar þau eru tekin á föllunum,
en þau eru þessi:
I. Utvortismál.
T — lengd langleggsins plús kögglanna í hæklinum, mækl með sirkli.
F = lengd lærisins frá innri hækilsbrún, þar sem afturfótleggurinn er
skorinn frá, niður í krikann (klofið), þegar skrokkurinn hangir í
gálga, mæld með millimetrakvarða.
G = mesta breidd á afturhluta skrokksins (um augnakarla), mæld með
rennimáli með samhliða örmum.
Th = dýpt brjóstkassans, þar sem hún er mest, mækl með sama tæki og G.
W = þvermál brjóstkassans aftan við bóga, þar sem það er minnst, mælt
utan á skrokknum með sama tæki og G.
3