Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 60
58
bykkt fitulagsins, efst á síðu, er einnig mikilvægt til ákvörðunar um kjötgæði.
A þeim stað hættir lömbum til að safna of mikilli fitu fyrir smekk nútíma
neytenda. J-málið ætti helzt ekki að verða meira en 10 mm á 15—18 kg föll-
um, og er ávinningur að þetta mál sé lægra, þótt erfitt sé að fá það lægra, sé
C-málið nógu hátt. D-málið er lélegur mælikvarði um fitumagn fallsins, en
sé það hátt, gefur það allajafna til kynna, að háþornið sé lágt í hlutfalli við
þykkt bakvöðvans, og er því góður mælikvarði um kjötgæði. Aftur á móti er
mjög mikið samhengi milli málanna C-þJ-þY og heildarfitumagns fallsins
(Halldór Pálsson, 1939). Þótt fitumálin hafi öll aukizt í öllum flokkum á
tilraunaskeiðinu, þá er aukningin tiltölulega lítil nema á J-málinu og ýmist
óraunhæf eða aðeins raunhæf í 95% tilfella. Aukning fitumálanna er minni
í A-flokki en í B-, C- og D-flokki. Aukningin á C-málinu er frá 0.35 mm í A-
flokki í 0.80 mm í B-flokki, og er aukningin í A-flokki óraunhæf, en i B-, C-
og D-flokki, raunhæf í 95% tilfella. Þrátt fyrir þessa aukningu á C-málinu á
tilraunaskeiðinu, er meðalþykkt fitulagsins við G í engum flokkunum meiri
en tæpir 3 mm. Aukning á D-málinu og Y-málinu á tilraunaskeiðinu er mjög
lítil og óraunhæf í flestum flokkunum. Aukning J-málsins er aftur á móti frá
2.65 mm í A-flokki upp í 4.05 mm í D-flokki og er raunhæf í 99.9% tilfella
í öllum flokkum. Þrátt fyrir þessa aukningu er nreðal J-málið í öllum flokkum
minna en 8.5 mm í lok tilraunaskeiðsins. Af þessu er óhætt að draga þá álykt-
un, að þótt meðalfallþungi tilraunalambanna í flokkum, sem gengu á nýrækt,
rúgi og höfrum eða káli, hafi aukizt um 3.5—3.9 kg á tilraunaskeiðinu og
meðalfallþungi þeirra náð 17.0—17.4 kg, þá hafa föllin ekki orðið of feit, og
allar niðurstöður þessara rannsókna sýna, að viðbótin við fallþunga þessara
laniba á tilraunaskeiðinu liggur að verulegu leyti í vöðva- og beinavexti, en
minna í fitumyndun en búast hefði mátt við með lömb á þessum aldri. Þetta
er í samræmi við niðurstöður um gæðamat fallanna, sjá töflu 54, þar sem
í ljós kom, að föll lambanna, sem gengu á ræktuðu landi, mátust aðeins lítið
eitt betur en þeirra, sem gengu í úthaga eða var slátrað í byrjun tilraunar-
innar. Þetta sýnir, hve vaxtargeta íslenzkra dilka er mikil á þessu aldursskeiði,
og hve góð næringarskilyrði þeir þurfa að hafa, til þess að vaxtargetunni sé
fullnægt. Niðurstöður þessarar tilraunar hefðu getað orðið eitthvað öðruvísi, ef
eðlissmærri lömb hefðu verið notuð í hana. Þessi lömb voru öll af vestfirzk-
um stofni, sem er svo stór, að ógerningur er að fá lömbin vel vöðvafyllt og
sæmilega feit, nema þau nái miklum fallþunga.
3. HELZTU NIÐURSTÖÐUR.
I. Tilraun var gerð á Hesti liaustið 1957 með að bera saman framför lamba,
sem gengu með túæðrum í úthaga annars vegar, við framför móðurlausra
lamba á þrenns konar ræktuðu landi, fóðurkáli, höfrum og rrigi og nýrækt.
Tilraunin stóð frá 2. september til 4. október, eða í 32 daga. í tilraunina voru