Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 9
á framför þeirra, þegar þau hafa ekki lifað við sömu skilyrði, sjá c-lið hér á
eftir.
b. Áhrif á fallþunga.
Tafla 2 sýnir meðalfallþunga lambanna í A-, B- og C-flokki, hvors kyns
fvrir sig og beggja kynja sameiginlega. Ennfremur sýnir taflan mismun á með-
alfallþunga lamba í hverjum tveimur þessara flokka og raunhæfni þess mis-
tnunar innan hvors kyns og fyrir bæði kyn sameiginlega.
Tafla 2. Meðalfallþungi lamba og mismunur flokka, kg.
Mcati dressed carcass weight of lambs and difference between groups. kg.
Meðalfall, mean dressed carcass Mismunur
weight difference
Kyn Tala A-tl.groupA B-fl. group B C-fl. group C
sex no. 16/10 16/10 29/8 A-B A-C B-C
Hrútar $ 10 15.13 16.35 11.87 — 1.22** 3.26*** 4.48***
Ginrbrar g 10 13.37 13.33 10.85 0.04 2.52*** 2.48***
Bæði kyn $ & 0 20 14.25 14.84 11.36 —0.59 2.89*** 3.48***
Meðalskekkja á einstakling S.E. per individual — 0.94 kg, fn'tala DF — 36.
* Sjá töflu 1, see table 1.
Lömbum í C-flokki var slátrað 29. ágúst, og lögðu þau sig með 11.36 kg
meðalfalli. Lömbunum í A- og B-flokki var slátrað 16. október eða 48 dög-
um síðar. A-flokkslömbin höfðu 14.25 kg, en B-flokkslömbin 14.84 kg meðal-
fall, sjá töflu 2.
Meðalfallþungaaukning A- og B-flokks á tilraunaskeiðinu, 2.89 kg í A-
flokki og 3.48 kg í B-flokki, er raunhæf í 99.9% tilfella. Hins vegar er fall-
þungamunur A- og B-flokks 0.59 kg B-flokki í vil. Þessi munur nær því ekki
að vera raunhæfur í 95% tilfella, en nálgast það þó, er sýnir, að ávinningur
að túnbeitinni var lítill fyrir bæði kyn sameiginlega. Samvirk áhrif flokka
og kynja eru raunhæf í 99% tilfella, er sýnir, að tilraunin hefur ekki haft
sömu áhrif á fallþunga hrúta og gimbra. Þetta er augljóst í töflu 2. Hrút-
ar í B-flokki bæta við fallþunga að meðaltali 1.22 kg meira en í A-flokki,
sem er raunhæfur munur í 99% tilfella, en gimbrar í B-flokki bæta 0.04 kg
minna við fallþunga en gimbrar í A-flokki. Þetta er gagnstætt því, sem bú-
ast mátti við miðað við þyngdarbreytingar lambanna á fæti, sjá töflu 1 og
lið a hér að framan, en hliðstætt niðurstöðum í tilraununum í Gunnarsholti
1949 og 1951 (Halldór Pálsson og Runólfur Sveinsson, 1952).
I töflu 3 er sýnd meðalþyngdaraukning falla lambanna á dag í A- og B-
ílokki á tilraunaskeiðinu miðað við sama fallþunga og í C-flokki í byrjun
tilraunarinnar.
Föll hrúta hafa þyngzt 25.4 g meira á dag í B-flokki en í A-flokki, en föll
gimbra hafa þyngzt mjög svipað í báðum flokkum. Bendir þetta til, að nær-