Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 99
97
að meðaltali 2.47 kg af kjöti. Enginn ávinningur var að notkun stilbestrol,
þegar litið er á bæði kyn í heild, en gimbrar í þeinr flokki (D-fl.) bættu 0.66
kg meira við fallþunga sinn að meðaltali en gimbrar í E-fl., en hrútarnir í D-
fl. bættu 0.31 kg minna við fallþunga sinn að jafnaði heldur en hrútar í E-fl.
Þetta bendir til þess, að ef til vill geti verið ávinningur að gefa gimbrum, sem
ætlaðar eru til slátrunar, stilbestrol.
Meðalkjötprósenta lambanna var miklu hærri í D- og E-fl. en í hinum
flokkunum.
Gæðamat falla var svipað í öllum flokkum, en þó aðeins lakara í F- og A-
flokki, en bezt í D- og E-fl.
Mælingar á föllunum sýndu, að lömbin í öllum flokkum höfðu stækkað á
tilraunaskeiðinu. Bein höfðu lengzt, gildnað og þyngzt, vöðvar þykknað til
muna og yfirborðsfita aukizt nokkuð nema í A-fl., þar sem hún hafði heldur
minnkað. Þrátt fyrir mikla fallþungaaukningu lambanna, sem gengu á rækt-
uðu landi, einkum í D- og E-flokki, reyndust föll þeirra alls ekki of feit, enda
svndu mælingar, að þyngdaraukning fallanna lá að verulegu leyti í beina- og
vöðvavexti, en minna í fituvexti en búast hefði mátt við. Eru því niðurstöður
þessarar tilraunar að þessu leyti í fullu samræmi við niðurstöður tilraunanna,
sem lýst er í köflum VIII, IX og X hér að framan.