Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 44
42
Tafla 36. Meðalþyngdaraukning falla lamha á tilraunaskeiðinu, g á dag.
Average gain in dressed carcass weight, g/day.
Kyn Tala A-flokkur B-flokkur Mismunur
sex no. group A group B difference B—.
Hrútar $ 10 41.3 135.7 94.4
Gimbrar 9 10 30.4 98.7 68.3
Bæði kyn $ & $ 20 35.7 117.0 81.3
Misniunur kynja sex difference ' - 10.9 37.0 26.1
Vaxtarhraði A-flokkslamba á tilraunaskeiðinu er fremur lítill og nemur
tæplega þriðjungi þess vaxtarhraða, sem þau hafa haft frá fæðingu þar til
tilraunin byrjaði. Vaxtarhraði B-flokkslamba á tilraunaskeiðinu er hins vegar
mjög hár, eða því sem næst hinn sami og hann hefur verið frá fæðingu og
til byrjunar tilraunar.
B-ílokkslömbin lögðu sig að meðaitali með 1.87 kg þyngra faili en A-fiokks-
lömbin, og er sá munur raunhæfur í 99.9% tilfella.
í öllum flokkum er meðalfall hrúta þyngra en gimbra, og er sá munur
raunhæfur fyrir alla flokka sameiginlega. Hann er mestur í B-flokki, 2.59, er
bendir til, að hrútarnir hafi haft enn meira gagn af kálbeitinni en gimbrarnar.
Samt eru ekki raunhæf samvirk áhrif flokka og kynja, en þessar niðurstöður
eru þó í samræmi við niðurstöður í kafla I.
Á tilraunaskeiðinu bæta hrútar í A-flokki við fallþunga sinn 0.25 kg meira
en gimbrarnar, en í B-flokki nemur hiiðstæður munur hrúta og gimbra 0.85 kg.
c. Áhrif á kjötprósentu.
Kjötprósenta lamba af hvoru kyni fyrir sig og báðum kynjum sameiginiega
í iillum flokkum er gefin í töfiu 37.
Tafla 37. Meðalkjötprósenta lamba og mismunur flokka.
Mean dressing percentage of lambs and difference between groups.
Kyn Tala Flokkur group Mismunur diffe 1 rence
sex no. A B C A—B A-C B—C
Hrútar $ 10 40.64 45.17 39.32 —4.53*** 1.32 5.85***
Gimbrar 9 16 42.28 45.07 41.39 —2.79** 0.89 3.68***
Bæði kyn $ & 9 20 41.46 45.12 40.36 —3.66*** 1.10 4.76***
Meðalskekkja á einstakling S.E. per individual — 1.95%, frítala DF — 36.
* Sjá töflu 1 see table 1.
Lömbin í A-flokki höfðu 1.10% hærra kjöthlutfall en C-flokkslömbin, er
slátrað var í byrjun tilraunar. Þessi munur er óraunhæfur. B-flokkslömbin
h.öfðu 4.76% hærra kjöthlutfalf en C-ffokkslömbin og 3.66% hærra en A-
flokkslömbin. Kjöthlutfall B-flokkslambanna er raunhæft hærra en A- og C-
ílokkslambanna, bæði innan hvors kyns og fyrir bæði kyn sameiginlega.