Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 100
XV. KAFLI.
TILRAUN Á DÝRFINNUSTÖÐUM 1959
1. RANNSÓKN AREFNI OG AÐFERÐIR.
Markmið tilraunarinnar var að bera saman framfarir sláturlamba að haust-
inu, annars vegar með mæðrum á úthaga og hins vegar móðurlausra á fóður-
káli. Ennfremur, hvort ávinningur væri að gefa lömbum á fóðurkáli vaxtar-
hormóninn stilbestrol.
í tilraunina voru notuð 80 lömb, 56 hrútar og 24 gimbrar, á Dýrfinnustöð-
um í Akrahreppi. Þann 6. september hófst tilraunin. Voru lömbin þá vegin
á fæti og þeim skipt í 4 jafna flokka, A, B, C og D, eftir kyni og þunga.þannig
að 14 lirútar og 6 gimbrar voru í hverjum flokki. Lömbunum í A-flokki var
sleppt á úthaga með mæðrum sínum, B-flokkslömbunum var sleppt móður-
lausum á kál, C-flokkslömbunum var gefið 3 mg stilbestrol undir húð á eyra,
eins og lýst er í kafla XIV, og þeim að því búnu sleppt móðurlausum á kál
með B-flokki, en D-flokkslömbunum var slátrað 7. sept. til þess að ganga úr
skugga urn, hvernig lömbin legðu sig, er tilraunin hófst. Lömbin, sem á káli
gengu, höfðu einnig aðgang að örlítilli spildu af óræktuðu landi. Fóðurkálið
var á 0.6 ha spildu. Var það allvel sprottið.
Lömbunum í A-, B- og C-flokki var gefið ormalyf, er tilraunin hófst, 15 g
hverju.
Þann 12. október voru lömbin í A-, B- og C-flokki vegin á fæti og þeim
slátrað daginn eftir. Nýrnamör var veginn með föllunum.
2. NIÐURSTÖÐUR TILRAUNARINNAR.
a. Áhrif á þunga á fæti.
Tafla 81 sýnir meðalþunga lambanna á fæti í öllum flokkum, fyrii hvort
kyn sér og bæði kyn sameiginlega í byrjun og lok tilraunar, ásamt þyngdar-
aukningu á tilraunaskeiðinu.
Lömbin í öllum flokkum vógu því nær jafnt að meðaltali, er tilraunin hófst,
þ. e. 30.42 kg í A-, B- og C-fl. og 30.45 kg í D-flokki. Á tilraunaskeiðinu þyngd-
ust lömbin í A-flokki 5.43 kg, í B-flokki 4.43 kg og í C-flokki 3.85 kg að meðal-
tali á fæti. Þyngdaraukning allra flokkanna, miðað við D-flokk, á tilrauna-
skeiðinu er raunhæf í 99.9% tilfella. Lömbin í A-flokki, sem gengu með mæðr-
um á úthaga, þyngdust mest, eða 1.00 kg meira að meðaltali en lömbin í B-