Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 74
72
kjötprósentu hrúta og gimbra, sem er óvenjulegt. Samt sem áður eru raunhæf
samvirk áhrif flokka og kynja í 95% tilfella, sem orsakast af því, að í A-flokki
hafa hrútar Jægri kjötprósentu en gimbrar, en i B- og C-fl. hafa gimbrar lægri
kjötprósentu en hrútar. Því nær alltaf hafa gimbrar hærri kjötprósentu en
hrútar við venjulegar kringumstæður, og er því óeðlilegt, að hrútar í C-fl.
skuli hafa hærri kjötprósentu en gimbrar. Hins vegar hafa tilraunir þær, sem
J.vst cr í köflum I, VIII, IX og X, sýnt, að þegar lömb lifa við ágæt næringar-
skilyrði að haustinu, hafa hrútar stundum hærri kjötprósentu en gimbrar. Það
viiðist aftur benda tii þess, að hrútar hafa ekki eðli til þess að gela lægra kjöt-
hlutfall en gimbrar svo framarlega sem næringarþörf þeirra er fullnægt. Hins
vegar er næringarþörf lirúta mun meiri en gimbra á sama aldri, vegna þess,
að meðfædd vaxtargeta hrúta er miklu hærri en gimbra, en hin mikla vaxtar-
geta hrútanna fær ekki að njóta sín til fulls, nema við frábær næringarskilyrði.
d. Áhrif á gæðamat f'alla.
Tafla 62 sýnir tölu falla í hverjum gæðaflokki fyrir hrúta og gimbrar sér og
bæði kyn sameiginlega í öllum flokkum.
Tafla 62. Gæöamat, tala fafla.
Grading, number of carcasses.
Flokkur group
Gæðamat qual. grade
Hrútar $
Gimbrar $
Bæði kyn & 2
A 15
1 II III I II
4 5 1 10 0
8 1 1 10 0
12 6 2 20 0
C
III I II III
0 5 14
0 1 G 3
0 6 7 7
B-flokks föllin lentu iill í I. gæðaflokki og mátust raunhæft betur en föllin
í báðum hinum flokkunum. A-flokks föllin mátust betur en C-flokks föllin,
ett munurinn á þeini flokkum er þó aðeins raunhæfur í 95% tilfella. Af þeim
fvrrnefndu lentu 60% í I. gæðaflokki og 10% í III. gæðaflokki, en af þeim
síðarnefndu lentu 30% í 1. og 35% í III. gæðaflokki. Þessi munur á gæða-
mati fallanna í A- og C-flokki er óskýranlegur á annan hátt en þann, að ekki
hafi verið samræmi í matinu 13. september og 9. október, þ. e. að föllin hafi
verið metin strangara í fyrra skiptið. Eðlilegt hefði verið, að föllin í A-flokki
hefðu metist aðeins lakar en í C-flokki, vegna þess, að á tilraunaskeiðinu geta
A-flokks föllin varla hafa litnað, en munu heldur hafa stækkað og fremur
lagt af en fitnað.
e. Áhrif á mör og gæru.
Meðahnörþungi lambanna var sem hér segir:
í A-flokki 1.15 kg, í B-ílokki 2.05 kg og í C-flokki 1.12 kg. Sýnir þetta, að
lömbin, sem gengu á káli, hafa bætt 0.93 kg að meðaltali við mör á tilrauna-
skeiðinu, en lömbin, sem gengu með mæðrum á úthaga, bættu því nær engu
við mör á sama tíma.