Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 41
39
fullvaxna skepnu í sæmilega feitu ástandi væri að ræða, en gildir ekki urn
skepnur, sem enn eru í örum vexti, eins og 3—4 mánaða gömul lömb eru.
Niðurstöður þessarar tilraunar benda til, að gæðamat fallanna fari mjög
eftir yfirborðsfitu fallanna. Enginn munur var á flokkunum hvað gæðamal
snertir fremur en á málum yfirborðsfitunnar. Sé gerður samanburður á þykki
yfirborðsfitunnar á bakvöðva og háþorni á þeim 6 lömbum, 3 úr hvorum
flokki, sem lentu í II. gæðaflokki, og þeim 38 lömbum, sem lentu í I. gæða-
flokki, þá er C-málið 59% hærra og D-málið 57% hærra á lömbunum í I. gæða-
flokki en í II. gæðaflokki.
3. HELZTU NIÐURSTÖÐUR.
1. Tilraun var gerð haustið 1954 á Hesti með að bera sarnan framför lamba,
sem gengu með mæðrum, annars vegar á túni, en hins vegar í vithaga, í 24 daga
frá 3.-27. september. í tilraunina voru notuð 44 lömb, 28 hrútar og 16 gimbr-
ar, öll tvílembingar, og var þeim skipt í tvo jafna flokka, A og B, eftir þunga
á fæti og kyni, er tilraunin hófst, og ennfremur var tekið tillit til ætternis og
aklurs eftir því, sem unnt var.
A-flokkslömbin gengu í úthaga, en B-flokkslömbin á túni til 27. september.
Þá voru öll lömbin vegin á fæti og slátrað næsta dag.
2. Er tilraunin hófst vógu lömbin í A-flokki 32.27 kg og í B-flokki 32.25
kg að meðaltali. Á tilraunaskeiðinu þyngdust lömbin að meðaltali í A-flokki
3.43 kg, og í B-flokki 4.16 kg á fæti. Munurinn 0.73 kg var óraunhæfur.
Sláturafurðir í kjöti, mör og gæru reyndust 1.66 kg þyngri í B-flokki en A-
flokki. Munurinn var: 1 kjöti 1.16 kg, netjumör 0.21 kg og gæru 0.29 kg. Mun-
urinn á flokkunum á hverri tegund afurðar reyndist raunhæfur. Kjötprósenta
var 2.37% hærri í B-flokki, og er sá munur raunhæfur. Gæðamat fallanna varð
eins í báðum flokkum.
3. Mælingar á l'öllunum sýndu, að vöðvar voru mun betur þroskaðir í B-
flokkslömbunum, en bein og yfirborðsfita eins í báðum flokkum. Mismunur
milli flokkanna á fallþunga lambanna orsakaðist því fyrst og fremst af meiri
vöðvafyllingu á föllunum í B-flokki.
4. Ærnar, sem á túni gengu, þyngdust 1.50 kg meira en úthagaærnar á til-
raunaskeiðinu, en sá munur er ekki raunhæfur.