Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 90
88
Lömbin í B-fl., sem slátrað var samtímis lömbunum í A-fl. og gengið höfðu
á fóðurkáli tilraunaskeiðið, bættu við fallþunga 1.76 kg að meðaltali eða að-
eins 0.2 kg meira en A-flokksIömbin. Þessi munur er ekki raunhæfur. Bendir
betta til þess, að annars vegar hafi úthaginn verið góður, en kálbeitin gefizt
venju fremur illa í septembermánuði, enda var því veitt athygli. að lömbin
virtust að þessu sinni sein að læra átið á kálinu. Mikið úrfelli og for á kál-
akrinum átti að öllum líkindum þátt í því.
C-flokkslömbin, sem gengu á blönduðu grænfóðri og slátrað var á sama tíma
og A- og B-flokkslömbunum, bættu 2.52 kg við fallþunga á tilraunaskeiðinu,
eða 0.96 kg meira en A-flokkslömbin, og er sá munur raunhæfur í 99% tilfella,
e'i munurinn á fallþunga B- og C-flokkslambanna, 0.7(i kg, cr raunhæfur
í 95% tilfella. Sýnir þetta yíirburði blandaða grænfóðursins fram yfir fóður-
kálið og úthagabeitina, en þó er fallþungaaukning lambanna í C-flokki, 78.8
g á dag, minni en fallþungaaukning kállamba í mörgum þeirra tilrauna, sem
lýst er hér að framan, sjá kafla VIII, IX, XI og XII.
Lömbunum í D- og E-flokki var slátrað 21. október, eða 18 dögum eftir að
lömbunum í A-, B- og C-flokki var slátrað. D-flokkslömbin bættu við fallþunga
sinn að meðaltali 4.40 kg á öllu tilraunaskeiðinu, en lömbin í E-flokki bættu
við fallþunga á sama tíma 4.23 kg. Meðalfallþungamunur þessara flokka, 0.17
kg, er ekki raunhæfur. Sýnir það, að þessi skammtur af stilbestrol, sem gefinn
var D-flokkslömbunum, hefur ekki komið að raunhæfu gagni fyrir bæði kyn
sameiginlega. Hins vegar cr athyglisvert, að gimbrar í D-flokki bættu 0.35 kg
meira við fallþunga sinn heldur en hrútarnir, en í E-flokki bættu hrútar 0.62
kg meira við sig heldur en gimbrar. Einnig bættu hrútar í B- og C-flokki meira
við fallþunga sinn en gimbrar í þeim flokkum, eins og vænta má, þegar lömb
hafa næga næringu. Hins vegar bættu gimbrar í A-fl. 0.47 kg meira við fall-
þunga sinn en hrútarnir í þeim flokki, sem er í samræmi við niðurstöður fyrri
tilrauna. Getur Jretta bent til Jæss, að næringarskilyrði hormónalambanna
(D-fl.) hafi ekki verið nægilega góð til þess að nýta þann möguleika til vaxtar-
aukningar, sem hormóninn gefur, a.m.k. Jicgar um hrúta er að ræða, enda er
reynsla erlendis sú, að notkun stilbestrol hormóns við sláturgripi geti verið
skaðleg, ef næringarskilyrði eru ekki framúrskarandi góð. Einnig er líklegt, að
lömbin í Jressari tilraun hafi verið of ung, til þess að hormóninn kæmi að
gagni, eða skammturinn of lítill a.m.k. í hrútana.
Meðalfallþungaaukning E-flokkslamba á tilraunaskeiðinu er 2.47 kg meiri
en B-flokkslamba, og er sá munur raunhæfur í 99.9% tilfella. Sýnir Jietta, að
kállömbin hafa haft mun meiri not af síðari hluta tilraunaskeiðsins en fvrri
bluta þess, þótt þyngdarbreytingar lambanna á fæti bæru ekki vott um það,
sjá töflu 73. Sé gengið út frá því, að B- og E-flokkslömbin hafi bætt jafnmiklu
við falljíunga sinn að meðaltali fyrri hluta tilraunaskeiðsins, Ji. e. frá 1 /9 til
3/10, eða 55.0 g á dag. Þá hafa E-flokkslömbin bætt við sig að meðaltali frá
3. til 21. október 13.72 g á dag, eða haft 249.1% meiri vaxtarhraða en á fyrri
hluta tilraunaskeiðsins. Bendir Jretta til þess, að hagkvæmt sé, svo framarlega
sem kál er fyrir hendi, að beita lömbunum alllengi fram eftir haustinu á kálið,