Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 38
36
d. Áhrif á gæðamat.
Túnbeitin hafði engin áhrif á gæðamat fallanna. í hvorum flokki lentu
3 gimbraföll í II. gæðaflokki, en öll hin föllin í I. gæðaflokki.
e. Áhrif á mör (netju).
Tafla 31 sýnir meðalþunga netjumörs lamba í báðum flokkum fyrir hvort
kyn sér og bæði kyn sameiginlega.
Tafla 31. Meðalþungi netjumörs lamba og mismunur flokka, kg.
Mean weight of caul fat of lambs and difference betiveen groups, kg.
Kyn Tala A-flokkur B-flokkur Mismunur
sex no. group A group B dfiference B—,
Hrútar $ 14 0.72 0.92 0.20***
Gimbrar 9 8 0.83 1.07 0.24***
Bæði kyn $ & 9 22 0.76 0.97 0.21***
Meðalskekkja á einstakling S.E. per individual =z 0.11 kg, frítala DF — 20.
* Sjá töflu 1 see table 1.
Lömbin í túnflokknum höfðu að meðaltali 0.21 kg eða 28% þyngri
netjumör en úthagalömbin. Þessi munur og einnig munurinn á flokkum inn-
an hvors k' ns fyrir sig er raunhæfur í 99.9% tilfella.
Gimbrar í báðum flokkum höfðu meiri netjumör en hrútar, og nemur sá
munur fyrir báða flokka sameiginlega 0.13 kg, og er hann raunhæfur í 99.9%
tilfella.
f. Áhrif á gæruþunga.
Tafla 32 sýnir meðalgæruþunga lambanna í báðum flokkum fyrir hvort kyn
sér og bæði sameiginlega.
Tafla 32. Meðalgæruþungi Iamba og mismunur flokka, kg.
Mean weight of pelt of lambs and difference betuieen groups, kg.
Kyi Tala A-flokkur B-flokkur Mismunur
sex no. group A group B difference B—A
Hrútar $ 14 2.97 3.14 0.17
Gimbrar 9 8 2.04 3.15 0.51**
Bæði kyn $ & 9 22 2.85 3.14 0.29**
Meðalskekkja ;í einstakling S.E. per individual — 0.30 kg, frítala DF = 20.
* Sjá töflu 1 see table 1.
Gæruþungi túnlamba reyndist 0.29 kg hærri en gæruþungi úthagalamba,
og er sá munur raunhæfur í 99% tilfella. Túnbeitin hafði meiri áhrif á gæru-
þunga á gimbrum en hrútum, sem sést á því, að mismunur milli flokka inn-
an gimbra er raunhæfur, en ekki innan hrúta. Munurinn á gæruþunga hrúta
og gimbra í báðum flokkum í heild, 0.16 kg hrútum í vil, er óraunhæfur. Ef