Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 13
II. KAFLI.
TILRAUN í NORÐUR-HJÁLEIGU 1952
1. RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR.
í þessa tilraun voru notuð 60 lömb, 36 hrútar og 24 gimbrar, í Norður-
Hjáleigu í Álftavershreppi. Tilraunin hófst 1. september og stóð til 3. októ-
ber. Þann 1. september voru lömbin vegin og þeim skipt í þrjá jafna flokka,
A, B og C, eftir þunga og kyni, á sama hátt og lýst er í kafla I hér að framan,
og voru 12 hrútar og 8 gimbrar í hverjum flokki.
Lömbunum í C-flokki var slátrað 2. september. Lömbunum í A-flokki var
sleppt með mæðrum sínum á úthaga í Norður-Hjáleigu, en lömbin í B-flokki
voru tekin undan mæðrunum og látin á tún, ca. 2 ha að stærð, sem hafði ver-
ið slegið einu sinni, en fremur seint, en var dálítið farið að spretta aftur.
Við slátrun voru afurðir vegnar og metnar á sama hátt og í tilrauninni í
Pétursey og Gunnarsholti, sjá kafla I.
2. NIÐURSTÖÐUR TILR AUN ARINN AR.
a. Áhrif á þunga á fæti.
Meðalþungi allra lamba á fæti við byrjun tilraunar og við slátrun fyrir
hvort kyn sér og bæði kyn sameiginlega í hverjum flokki er gefinn í töflu 6.
Tafla 6. Meðalþungi lamba á fæti og þyngdaraukning í A- og B-flokki, kg.
Mean live weight of lambs and mean live weight gain in groups A and B, kg.
Meðalþungi á fæti mean live wt. Þyngdaraukning
Kyn Tala A-fl. B-fl. C-fl. live weight gain
sex no. group A group B group C A-fl. B-fl. C-fl.
1/9 3/10 1/9 3/10 1/9 gi oup A group B group C
Hrútar $ 12 31.58 38.71 31.50 37.88 31.58 7.13 6.38 -0.75
Gimbrar $ 8 26.88 33.06 26.81 31.88 26.88 6.18 5.07 _ 1 11
Bæði kyn $ & $ 20 29.70 36.45 29.62 35.48 29.70 6.75 5.86 -0.89
Meðalskekkja á einstakling S.E. per individual =1.51 kg, frítala DF =18.
Er tilraunin hófst, var meðalþungi lamba á fæti í öllum flokkum næstum
hinn sami eða 29.70 kg í A- og C-flokki og 29.62 kg í B-fl. Meðalþungi hrúta
annars vegar og gimbra hins vegar var einnig því nær alveg hinn sami í öllum