Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 14
12
flokkum, sjá töflu 6, en gimbrar voru um 4.7 kg léttari en hrútar í öllum flokk-
um.
Á tilraunaskeiðinu, 32 dögum, þyngdust lömbin í A-flokki 6.75 kg að með-
altali eða 211 g á dag, en lömbin í B-flokki þyngdust til jafnaðar 5.86 kg eða
183 g á dag. Þessi framför er svipuð og í tilrauninni, sem lýst er í kafla I, að
öðru leyti en því, að hér þyngjast lömbin á túni (B-fl.) heldur minna en þau,
sem gengu með mæðrum úti (A-fl.). Munurinn á þyngdaraukningu liokkanna,
0.89 kg, er þó ekki raunhæfur.
I báðum flokkum þyngjast hrútar meira en gimbrar á tilraunaskeiðinu.
Nemur sá munur að meðaltali 1.14 kg fyrir báða flokka sameiginlega, og er
hann raunhæfur í 95% tilfella, er bendir til þess, að lömbin í báðum flokk-
um hafi búið við svo góða næringu á tilraunaskeiðinu, að meðfæddur meiri
vaxtarhraði hrútanna hafi fengið að njóta sín að nokkru.
Ástæðan til þess, að lömbin, sem á túni gengu, B-fl., þyngdust ekki meira
en þau, er gengu undir mæðrum sínum úti, mun vera sá, að túnbeitin var lé-
leg af tveimur ástæðum. Túnið var ekki í góðri rækt, og villigæsir rifu úr því
bezta gróðurinn, þannig að síðustu daga tilraunaskeiðsins var túnbeitin léleg.
b. Áhrif á fallþunga.
Tafla 7 sýnir meðalfallþunga lambanna í A-, B- og C-flokki, hvors kyns fyrir
sig og beggja kynja sameiginlega. Ennfremur sýnir taflan mismun á meðal-
fallþunga lamba í hverjum tveimur þessara flokka og raunhæfni þess mis-
munar innan hvors kyns og fyrir bæði kyn sameiginlega.
Tafla 7. Meðalfallþungi lamba og mismunur flokka, kg.
Mean dressed carcass weight of lambs and difference between groups, kg
Meðalfall Mismunur
mean dressed carcass weight difference
A-fl. B-fl. C-fl.
Kyn Tala group A group B group C
sex no. 4/10 4/10 2/9 A-B A-C B-C
Hrútar $ 12 15.33 14.50 13.23 0.83** 2.10*** 1.27***
Gimbrar $ 8 13.25 12.50 11.50 0.75* 1.75*** 1.00**
Hæði kyn $ & § 20 14.50 13.70 12.54 0.80*** 1.96*** 1.16***
Meðalskekkja á einstakling S.E. per individual — 0.69 kg, frítala DF — 36.
* Sjá töflu 1 see table 1.
C-flokkslömbunum var slátrað 2. september, og lögðu þau sig með 12.54 kg
meðalfalli. Lömbunum í A- og B-flokki var slátrað 1. október eða 32 dögum
síðar. A-flokkslömbin höfðu 14.50 kg, en B-flokkslömbin 13.70 kg meðalfall,
sjá töflu 7.
Við samanburð á meðalfallþunga lambanna í einstökum flokkum, þegar