Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 61
59
notuð 100 lömb, jafnmörg af hvoru kyni, og var þeim skipt í 5 jafna flokka,
A, B, C, D og E, eftir þunga á fæti og kyni, og jafnframt tekið tillit til ætt-
ernis.
Lömbin í A-flokki gengu með mæðrurn í úthaga, í B-flokki móðurlaus á fóð-
urkáli, í C-flokki móðurlaus á höfrum og rúgi, í D-flokki móðurlaus á nýrækt,
cn E-flokkslömbunum var slátrað, er tilraunin hófst, til þess að fá vitneskju
um, hvernig lömbin legðu sig þá. Lömbunum í hinum flokkunum var slátrað
5. október.
2. Er tilraunin hófst, vógu lömbin að meðaltali á fæti 33.52 kg í A-fl., 33.40
kg í B-fl., 33.38 kg í C-fl. og 33.42 kg í D- og E-fl. Á tilraunaskeiðinu jjyngclusl
lömbin í A-fl. á fæti 4.65 kg, í B-fl. 5.03 kg, í C-fl. 5.60 kg og í D-fl. 6.53 kg að
meðaltali.
Aukning sláturafurða, þ. e. kjöts, mörs og gæru, reyndist 2.42 kg í A-fl.,
5.29 kg í B-fl., 5.31 kg í C-fl. og 4.99 kg í D-fh, miðað við að afurðir i E-fl.
væru þær sömu og í hverjum hinna flokkanna í byrjun tilraunar.
Fallþungaaukning ein sér nam 1.64 kg í A-fl., 3.90 kg í B-fl., 3.77 kg í C-
fh og 3.49 kg í D-fl. Þetta er mjög mikil og raunhæf fallþungaaukning og
raunhæft meiri í B-, C- og D-fh en í A-fl. Lömbin, sem á káli gengu, bættu við
fallþungann 0.41 kg meira en þau, sem gengu á nýrækt, en sá munur er þó
ekki raunhæfur. Meðalkjötprósenta var miklu hærri í B-, C- og D-fl. en í A-
og E-fl.
Gæðamat falla var svipað í öllum flokkum, en þó aðeins lakara í A- og
E-lh en í hinum flokkunum.
Mælingar á föllunum sýndu, að lömbin í öllum flokkum liöfðu stækkað á
tilraunaskeiðinu, A-flokkslömbin þó minna en B-, C- og D-flokkslömbin. Bein
höfðu lengzt og gildnað, vöðvar þykknað til muna og yfirborðsfitan aukizt
nokkuð. Þrátt fyrir hina miklu fallþungaaukningu lambanna, sem gengu á
ræktuðu landi, reyndust föll þeirra alls ekki of feit, enda sýndu mælingar fall-
anna, að þessi aukning lá að verulegu leyti í beina- og vöðvavexti, en rninna
í fituvexti en búast hefði mátt við með lömb á þessurn aldri.