Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 79
áhrif flokka og kynja í 95% tilfella, sem orsakast af því, að hrútarnir hafa
aðeins hærri kjötprósentu í A-fl. og mun hærri í C-fl. en gimbrarnar. Þetta
orsakast að öllum líkindum af því, að í þessa tilraun voru lömbin ekki valin
af handahófi af báðum kynjum. Beztu gimbrarnar voru ekki teknar með
í tilraunina, enda voru aðeins 8 gimbrar, en 12 hrútar í hverjum flokki. Þetta
getur einnig skýrt )>að fyrirbæri, að gimbrarnar bættu meira við fallþunga
og kjötprósentu í kálflokknum en hrútarnir, því að þau lömb, sem eiga eftir
að taka meira út af þroska sínum, vaxa oft með meiri hraða, þegar næringar-
skilyrðin batna, en lömb, sem hafa tekið út meiri þroska, þegar breytt er um
haglendi.
d. Áhrif á gæðamat falla.
Tafla 67 sýnir tölu falla í hverjum gæðaflokki fyrir hrúta og gimbrar sér
og bæði kyn sameiginlega í öllum flokkum.
Flokkur groap
Gæðamat qual. grade
Hrútar $
Gimbrar $
Ba'ði kyn $ & 9
Tafla 67. Gæðamat, tala falla.
Grading, number of carcasses.
A
I II III I
9 3 0 11
5 12 8
14 4 2 19
B C
II III I II III
0 18 13
0 0 15 2
0 19 6 5
Föll lambanna í C-fl., sem slátrað var í byrjun tilraunar, metast lakast. Af
þeim fara 45% í í. fl., 30% í II. og 25% í III. fl. A-flokksföllin metast nokkru
betur. Af þeirn fóru 70% I I. fl., 20% í II. og 10% í III. fl. Munur á A- og
C-flokki er jx') ekki raunhæfur. Föll lambanna, sem á káli gengu (B-fl.), metast
raunhæft betur en föllin í C-flokki, en munur á A- og B-flokki er ekki raun-
hæíur. Af B-flokksföllum fóru 95% í I. fl. og 5% í III. f 1., enda voru þau jafn-
betur holdfyllt og litu ágætlega út. Lambið, sem lenti í III. fl., fékk skitu og
vanþreifst á tilraunaskeiðinu.
Með því að beita rýrum lömbum á fóðurkál eða aðra kjarngóða beit að
haustinu, eykst ekki aðeins verðgildi lambanna, vegna aukinna aliirða, heldur
einnig vegna þess, að varan batnar og kemst í hærra verð.
e. Áhrif á mör og gæru.
Meðalþungi netjumörs lamba í flokkunum var sem hér segir: í A-flokki
1.05 kg, í B-fl. 1.45 kg og I C-fl. 0.71 kg. Sýnir þetta, að lömbin, sem gengu á
káli, hafa bætt við netjumör 0.74 kg og þau, sem gengu á úthaga, 0.34 kg að
meðaltali.
Meðalgæruþungi lambanna í flokkunum í stafrófsröð var þessi: 3.21 kg,
3.48 kg og 2.65 kg. Hafa því lömbin í A-fl. bætt 0.56 kg og í B-fl. 0.83 kg við
gæruþunga á tilraunaskeiðinu.