Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 22
IV. KAFLI.
TILRAUN í BLÖNDUDALSHÓLUM 1955
1. RANNSÓKN AREFNI OG AÐFERÐIR.
í þessa tilraun voru notuð 40 lömb, 28 hrútar og 12 gimbrar í Blönduclals-
hólum í Austur-Húnavatnssýslu. Tilraunin hófst 18. september og stóð til 16.
október. Þann 18. september voru lörnbin vegin á fæti, merkt einstaklings-
merki og þeim skipt í tvo jafna flokka eftir þunga og kyni, á sama hátt og lýst
er í kafla I, og voru 14 hrútar og 6 gimbrar í hvorum flokki.
Lömbin í A-flokki voru höfð með mæðrum sínum í úthaga allt tilrauna-
skeiðið, en lömbin í B-flokki gengu með mæðrum sínum á túni á sama tírna.
Tún það, sem notað var til beitar í þessari tilraun, var hið sama og notað var í
tilrauninni í Blöndudalshólum haustið 1954, sjá kafla III. Hafði það allt verið
tvíslegið og farið að spretta svo í þriðja sinn, að þar var sæmilegt sauðkropp,
en köld tíð um haustið orsakaði, að spretta var mjög lítil á tilraunaskeiðinu,
þótt túnið væri í góðri rækt.
Þann 16. október voru lömbin í báðum flokkum vegin og þeim slátrað
morguninn eftir. Við slátrun voru afurðir vegnar og metnar á sama hátt og
lýst er í kafla III.
Mæður tilraunalambanna í báðum flokkum voru vegnar í byrjun og lok
tilraunaskeiðsins til þess að fylgjast með þrifum þeirra.
2. NIÐURSTÖÐUR TIIRAUNARINNAR.
a. Áhrif á þunga á fæti.
Tafla 15 sýnir meðalþunga hrúta annars vegar og gimbra hins vegar og
allra lambanna í hvorum flokki við byrjun og lok tilraunaskeiðsins. Einnig
sýnir taflan mismun á þyngdaraukningu flokkanna innan hvors kyns fvrir sig
og fyrir bæði kyn sameiginlega ásamt raunhæfni mismunarins.
Á þeim 28 dögum, sem tilraunin stóð yfir, þyngdust lömbin í A-flokki 3.68
kg eða 131 g á dag og í B-flokki 4.52 kg eða 161 g á dag að meðaltali. Þetta er
nokkru minni þyngdaraukning en á álíka löngu tímabili í tilrauninni i
Blöndudalshólum haustið áður, sjá töflu 11.
Orsakast þetta e.t.v. af því, að þessi tilraun hófst nokkrum dögurn síðar og
tíðarfar var kaldara og minni spretta á túnum en haustið áður. Munurinn á
A- og B-flokki, 0.84 kg, er raunhæfur í 95% tilfella. Munurinn á þyngdaraukn-