Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 52
50
Tafla 43. Meðalfallþungi lamba og mismunur flokka, kg.
Mean dressed carcass weight and difference between groups, kg.
Flokkur Slátrað Tala no. Meðalfall dressed carcess
group killed Hr. $ C 9 Hrútar $ Gimbrar 9 Bæði kyn S &
i. Faliþungi dressed carcass
A 5/10 10 10 16.06 14.22 15.14
1? 5/10 10 10 18.98 15.81 17.40
C 5/10 10 10 17.78 16.76 17.27
D 5/10 10 10 18.02 15.96 16 99
E 3/9 10 10 13.93 13.08 13.50
ii. Meðalmunur flokka group differences
A—E 2.13*** 1.14* 1.64***
B—E 5.05*** 2.73*** 3.90***
C—E 3.85*** 3.68*** 3.77***
D—E 4.09*** 2.88*** 3.49***
A—B —2.92*** — 1.59** —2.26***
A—C -1.72** —2.54*** —2.13***
A—D — 1.96*** — 1.74** — 1.85***
B—C 1.20* —0.95 0.13
B-D 0.96 -0.15 0.41
C-D —0.24 0.80 0.28
Meðalskekkja á einstakiing S., E. per individual — 1.19 kg, frítala DF = 72.
* Sjá töflu 1 see table 1.
Munurinn á meðalfallþunga E-flokks lamba, sem slátrað var er tilraunin
hófst, og lamba í hverjum hinna flokkanna, er raunhæfur í 99.9% tilfella, er
sýnir, að lömbin í öllum flokkum hafa bætt verulega við fallþunga sinn á til-
raunaskeiðinu, sjá töflu 43 ii. A-flokkslömbin, sem gengu með mæðrum á út-
haga, bættu minnst við fallþunga sinn, 1.64 kg að meðaltali, en B-flokkslömb-
in, sem gengu móðurlaus á káli á sama tíma, bættu mest við fallþungann, 3.90
kg til jafnaðar. C-flokkslömbin, sem gengu móðurlaus á höfrum og rúgi, bættu
við fallþunga 3.77 kg og D-flokkslömbin, sem gengu móðurlaus á nýrækt, 3.49
kg til jafnaðar. Munurinn á meðalfallþunga A-flokkslamba og lamba í hverj-
um hinna flokkanna, sem á ræktuðu landi gengu, er raunhæfur í 99.9% til-
fella. Nemur þessi munur á A- og B-flokki 2.26 kg, á A- og C-flokki 2.13 kg
og á A- og D-flokki 1.85 kg. Munurinn á B-, C- og D-flokkum innbvrðis er
ekki raunhæfur, sjá töflu 43 ii. Það er athyglisvert, hve munurinn er mikill
á fallþunga lambanna, sem á úthaga gengu (A-fl.) og þeirra, sem gengu á rækt-
uðu landi, þótt mjög lítill munur væri á þunga lambanna á fæti í þessum
flokkum, og að lömbin í D-flokki, sem hafa minnstan meðalfallþunga af lömb-
unum, sem á ræktuðu landi gengu, skyldu vega mest á fæti að meðaltali, sjá
töflu 42.
Á tilraunaskeijðinu bættu hrútar við fallþunga sinn 3.78 kg, en gimbrar að-
eins 2.61 kg til jafnaðar í öllum flokkum sameiginlega. Munurinn, 1.17 kg,
er raunhæfur í 99.9% tilfella, er sýnir mun meiri vaxtargetu hrúta en gimbra,