Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 20
18
Tafla 12 sýnir ennfremur, að mismunur á meðalfalli hrúta og gimbra er
1.75 kg í A-flokki, en 2.31 kg eða 0.56 kg meiri í B-flokki. Þessi 0.56 kg munur
er þó ekki raunhæfur, en er í samræmi við niðurstöður tilraunanna, sem lýst
er hér á undan, að eftir því sem frámför lambanna er meiri, eykst bilið á milli
meðalfallþunga hrúta og gimbra.
c. Áhrif á kjötprósentu.
Kjötprósenta lambanna í báðum flokkum af hvoru kyni fyrir sig og báðum
kynjum sameiginlega er gefin í töflu 13.
Tafla 13. Meðalkjötprósenta lamba og mismunur flokka.
Mean dressing precentage of lambs and difference beticeen groups.
Kyn Tala A-fl. B-fl. Mismunur
sex no. group A group B diff. B-A
Hrútar $ 12 34.40 34.88 0.48
Gimbrar $ 8 34.44 35.39 0.95
Bæði kyn $ & $ 20 34.41 35.09 0.68
Meðalskekkja á einstakling S.E. per individual = 1.70%, frítala DF — 18.
B-flokkslömbin hafa 0.68% hærra kjöthlutfall en A-flokkslömbin. Þessi
munur er ekki raunhæfur. Gimbrar hafa aðeins hærra kjöthlutfall en hrútar
í báðum flokkum, einkum þó í B-flokki. Sá munur er heldur ekki raunhæfur.
d. Áhrif á gæðamat.
Tafla 14 sýnir tölu falla í hverjum gæðaflokki fyrir hrúta og gimbrar sér og
bæði kyn sameiginlega.
Tafla 14. Gæðamat, tala falla.
Grading, number of carcasses.
Flokkur group
Gæðamat qual. grade
Hrútar $
Gimbrar $
Bæði kyn $ Sc §
1
7
2
9
A B
II III I II III
5 0 10 2 0
4 2 4 4 0
9 2 14 6 «
Lömbin í B-flokki flokkuðust betur en í A-flokki. Munurinn er þó ckki
raunhæfur, en bendir til jress, að túnbeitin hafi fremur bætt útlit fallanna.
e. Áhrif á mör og gæru.
Meðalmörþungi, netja og nýrnamör, lambanna var í A-flokki 1.20 kg, en
í B-flokki 1.65 kg, og meðalgæruþungi 2.98 kg í A-flokki og 3.15 kg í B-flokki.
B-flokkslömbin hafa því að meðaltali gefið 0.45 kg meiri mör og 0.17 kg þyngri
gæru en A-flokkslömbin.