Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 71
XI. KAFLI.
TILRAUN Á TEYGINGALÆK 1958
1. RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR.
Þessi tilraun var gerð til þess að bera saman framför lamba að haustinu
með mæðrum á úthaga annars vegar og móðurlausra á fóðurkáli Itins vegar.
1 Jtessa tilraun voru notuð 60 lömb á Teygingalæk í Hörgslandshreppi, Vest-
ur-Skaftafellssýslu, jafnmörg af hvoru kyni, þau rýrustu, sem lieimt voru,
þegar tilraunin hófst, 12. september. Tilraunin stóð í 26 daga eða til 8. október.
Þann 12. september var lömbunum skipt í 3 jafna flokka eftir jmnga á fæti
og kyni, á sama hátt og lýst er í kafia f. Flokkarnir voru nefndir A, B og C.
Lömbin í A-flokki voru höfð með mæðrum sínum í úthaga allt tilrauna-
skeiðið, en lömbin í B-flokki voru höfð móðurlaus á fóðurkáli á sama tíma,
og höfðu þau einnig aðgang að óræktuðu beitilandi og úr sér sprottinni há.
Lömbum í C-flokki var slátrað 9. september, er tilraunin hófst, til þess að fá
vitneskju um, hve mikið tilraunalömbin legðu sig þá. Nýrnamör var ekki
veginn með föllunum í þessari tilraun.
Fóðurkálið var á 0.5 ha spildu, og var það fremur lítið sprottið. Óræktaða
landið og túnið, sem girt var í sania hólf og kállandið, var um 4 ha að stærð.
Háin á túninu var mjög visin. Kálbcitin var næg allt tilraunaskeiðið.
Þann 8. október voru öll lömbin í A- og B-flokki vegin á fæti og þeim slátr-
að næsta dag.
2. NIÐURSTÖÐUR TILRAUNARINNAR.
a. Áhrif á þunga á fæti.
Meðalþungi lambanna á fæti, í öllum flokkum fyrir hvort kyn sér og bæði
kyn sameiginlega í byrjun tilraunar og við slátrun, er gefinn i töflu 58 ásamt
þyngdaraukningu lambanna í A- og B-flokki á tilraunaskeiðinu.
Við byrjun tilraunar var meðalþungi lamba í öllum flokkum jafn, 34.35
kg. Hrútar í hverjum flokki vógu 35.70 kg, en gimbrar 33.00 kg að meðaltali.
Á tilraunaskeiðinu þyngdust lömbin í A-flokki 1.25 kg og í B-flokki 6.13 kg.
Þvngdaraukning beggja flokka er raunhæf. Mismunur á meðalþyngdaraukn-
ingu A- og B-flokks, 4.88 kg B-flokki í vil, er raunhæfur í 99.9% tilfella og
sýnir frábæra framför kállambanna.
í báðum flokkum þyngdust gimbrar minna en hrútar. Fyrir báða flokka
sameiginlega nam munurinn á þyngdaraukningu kynjanna 1.45 kg, sem er
raunhæfur í 99% tilfella.