Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Síða 24
22
c. Áhrif á kjötprósentu.
Kjötprósenta lamba í báðum flokkum af hvoru kyni fyrir sig og báðum
kynjum sameiginlega er gefin í töflu 17.
Tafla 17. Meðalkjötprósenta lamba og mismunur flokka.
Mean dressing percentage of larnbs and difference between groups.
Kyn sex Tala. no. A-fl. group A B-fl. group B Mism. diff. B—A
Hrútar $ 14 37.10 38.10 1.73
Gimbrar $ 6 38.33 39.21 0.88
Bæði kyn $ & $ 20 37.47 38.95 1.48
Meðalskekkja á einstakling S.. E. per individual = 2.42%, frítala DF = 18.
Tafla 17 sýnir, að kjöthlutfallið er 1.48% hærra í B-flokki en í A-flokki
Þessi munur er þó ekki raunhæfur vegna hárrar meðalskekkju, en nálgast það
þó, enda kom í ljós við slátrun, að því nær allur munur á meðalþunga flokk-
anna á fæti kom í ljós á kjötþunga.
d. Áhrif á gæðamat.
Tala falla í hverjum gæðaflokki fyrir hrúta og gimbrar sér og bæði kyn
sameiginlega í báðum flokkum er gefin í töflu 18.
Tafla 18. Gæðamat, tala falla.
Grading, number of carcasses.
Flokkur group A R
Gæðamat qual. grade I II III I II III
Hrútar $ 8 3 3 9 3 2
Gimbrar $ 2 3 1 4 1 1
Bæði kyn $ & $ 10 6 4 13 4 3
Lömbin í B-flokki flokkuðust aðeins betur en í A-flokki, en munurinn er
þó ekki raunhæfur.
e. Áhrif á mör og gæru.
Lömbin í A-flokki lögðu sig að meðaltali með 0.85 kg mör og 2.75 kg gæru.
Lömbin í B-flokki lögðu sig að meðaltali með 0.92 kg mör og 2.95 kg gæru.
Er því meðalmörþungi lamba í báðum flokkum mjög svipaður, en gærur að
meðaltali 0.20 kg þyngri í B-flokki.
f. Áhrif á þunga ánna.
Ærnar, sem gengu með A-flokkslömbunum í úthaga á tilraunaskeiðinu,
þyngdust 0.72 kg til jafnaðar, en mæður B-flokkslambanna, sem á túni gengu,
þvngdust að meðaltali 4.30 kg eða 3.58 kg meira.