Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 46
44
f. Áhrif á gæru.
Tafla 40 sýnir meðalgæruþunga lamba í öllum flokkum fyrir fivort kyn sér
og bæði kyn sameiginlega.
Tafla 40. Meðalgæruþungi og mismunur flokka, kg.
Mean weight of pelt and difference between groups, kg.
Kyn sex Tala Flokkur gr oup Mismu nur d’ffe rence
no. A B C A-B \-C B—C
Hrútar $ 10 3.19 3.57 2.88 —0.38** 0.31* 0.69***
Gimbrar $ 10 2.85 3.31 2.83 —0.46*** 0.02 0.48***
Bæði kyn $ & $ 20 3.02 3.44 2.86 —0.42*** 0.16 0.58***
Meðalskekkja A einstakling S.E. per individual — 0.26, frítala DF — 33.
1 Sjá töflu 1 see table 1.
Gæruþungi lambanna hel'ur aukizt á tilraunaskeiðinu um 0.16 kg í A-flokki
og 0.58 kg í B-IIokki. Munurinn á A- og B-flokki, 0.42 kg, er raunhæfur og
einnig á B- og C-flokki, en munurinn á A- og C-flokki er óraunhæfur fvrir öll
lömbin í heild, en hrútar hafa raunhæft þyngri gæru í A-flokki.
Fyrir alla flokka sameiginlega er gæruþungi hrúta 3.21 kg, en gimbra 3.00
kg. Munurinn, 0.21 kg, er raunhæfur. Eins og í tilrauninni, sem lvst er í kafla
VII, er gæruþungi, miðað við kjöt, meiri á gimbrum en hrútum. Fyrir alla
flokka sameiginlega er gæruþunginn, miðað við 1 kg af kjöti, 186 g hjá hrút-
um, en 198 g, eða 6% meiri hjá gimbrum. Fyrir bæði kyn sameiginlega er
gæruþunginn, miðað við kjöt, 9% minni í þessari tilraun en tilrauninni, sem
lýst er í kafla VII, er sýnir, að ekki er hægt að áætla rétt gæruþunga eftir
kjötþunga.
g, Áhrif á mál falla og kjötgæði.
Tafla 41 sýnir meðalmál falla lamba í öllum ílokkum fyrir bæði kyn sam-
eiginlega, mismun flokka og meðalskekkju á einstakling.
Samanburður á útvortismálum og fótleggjarmálum í A- og C-flokki sýnir,
að A-flokkslömbin hafa raunhæft lengri langlegg (T), meira þvermál (W) og
mnmál brjóstkassa (U) og lengri föll (K) en C-flokkslömbin, en enginn raun-
hæfur munur er á fótleggjarmálunum, en A-flokkslömbin hafa þó aðeins
grennri fótleggi. Þetta sýnir aukinn beinavöxt á tilraunaskeiðinu, langleggur-
inn og hryggjarliðirnir hafa lengzt. Sú staðreynd, að fótleggir A-flokkslamba
eru því nær ekkert lengri en C-flokkslamba, þótt langleggurinn sé 4 mm lengri
á þeim fyrrnefndu, bendir til þess, að aðeins lágfættari lömb hafi lent í A-
flokki, er skipt var í flokkana. Fótleggur A-flokkslambanna hlýtur að hafa
lengzt eitthvað á tilraunaskeiðinu, úr því að langleggurinn og hryggjarliðirnir
lengdust. Þó er eðlilegt, að fótleggurinn lengist hlutfallslega minna en lang-
leggurinn á þessu aldursskeiði, enda kemur það í Ijós í B-flokki.